Innlent

Bjargaði konu og barni úr bíl á Reykjanesbrautinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jóhann segir ekkert ferðaveður vera á brautinni.
Jóhann segir ekkert ferðaveður vera á brautinni. vísir
Lögreglan á Suðurnesjum varar við miklu hvassvirði og mjög slæmu skyggni á Reykjanesbraut. Þar er nú allt niður í tveggja metra skyggni og eru björgunarsveitir í viðbragðsstöðu.

Jóhann Ingi Ármannsson átti leið um brautina nú rétt fyrir fréttir og kom hann að bílveltu. Hann segir ekkert ferðaveður á svæðinu.

„Aðstæður eru bara þannig að hér er bara eins til tveggja metra skyggni,“ segir Jóhann í samtali við fréttastofu.

„Það er fljúgandi hálka hér á brautinni og þrír ef ekki fjórir bílar farnir útaf. Ég kom að einum sem var á hvolfi rétt fyrir utan veg. Í bílnum var kona og barn sem ég náði að moka út úr bílnum.“

Jóhann segir að þau hafi verið föst inni í bílnum.

„Það er bara ekkert ferðaveður á brautinni, svo einfalt er það,“ segir Jóhann en fólkið meiddist ekki við við atvikið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×