Enski boltinn

Birkir kom inn á sem varamaður en var tekinn út af

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Birkir Bjarnason kom inn á sem varamaður en var tekinn aftur af velli.
Birkir Bjarnason kom inn á sem varamaður en var tekinn aftur af velli. vísir/epa
Birkir Bjarnason kom inn á sem varamaður á 14. mínútu í kvöld hjá svissnesku meisturunum í Basel þegar þeir rúlluðu yfir neðri deildar liðið Tuggen, 4-1, á útivelli í bikarnum.

Birkir byrjaði á varmannabekknum en kom inn á fyrir Kevin Bua á 14. mínútu þegar sá síðarnefndi meiddist. Birkir spilaði fram á 69. mínútu en var þá tekinn aftur út af fyrir Dereck Kutesa.

Samkvæmt textalýsingu Basel frá leiknum var íslenski landsliðsmaðurinn nokkuð hættulegur fyrir framan markið en tókst ekki að skora í þessum bikarsigri.

Tekið er fram að Bua fór út af vegna meiðsla en ekkert er greint sérstaklega frá skiptingu Birkis á 69. mínútu. Vonandi var bara verið að hvíla kappann frekar en að meiðsli hafi verið ástæðan.

Birkir er, eins og allir vita, lykilmaður í íslenska landsliðinu sem mætir Króatíu í fjórða leik liðsins í undankeppni HM 2018 í byrjun nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×