Enski boltinn

Birkir Bjarnason á leið til Aston Villa

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Birkir Bjarnason er á leið til Englands.
Birkir Bjarnason er á leið til Englands. vísir/getty
Birkir Bjarnason, landsliðsmaður Íslands í fótbolta, er á leið til Aston Villa í ensku B-deildinni en frá þessu er greint á vef Birmingham Mail.

Sagt er að Birkir sé búinn að samþykkja samningstilboð Villa-liðsins og að hann muni gangast undir læknisskoðun á morgun.

Birkir spilar með svissneska meistaraliðinu Basel og hefur gert frá því 2015. Hann lék með liðinu í Evrópudeildinni á síðustu leiktíð og í Meistaradeildinni á yfirstandandi tímabili.

Aston Villa féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en það var fyrir það eitt af sjö liðum sem höfðu spilað allar leiktíðir ensku úrvalsdeildarinnar frá stofnun hennar árið 1992.

Villa-menn eru sem stendur í 13. sæti í B-deildinni. Stjóri þess er fyrrverandi Manchester United-miðvörðurinn Steve Bruce en hann tók við af Roberto Di Matteo í október á síðasta ári eftir slaka byrjun liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×