Enski boltinn

Birkir bíður enn eftir fyrsta sigrinum í búningi Aston Villa

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Birkir í kapphlaupi við Paul Dummett, leikmann Newcastle.
Birkir í kapphlaupi við Paul Dummett, leikmann Newcastle. vísir/getty
Birkir Bjarnason var í byrjunarliði Aston Villa sem tapaði enn einum leiknum í ensku B-deildinni, nú fyrir Newcastle United. Lokatölur 2-0.

Villa hefur nú tapað fimm leikjum í röð, eða öllum leikjunum síðan Birkir kom. Íslenski landsliðsmaðurinn bíður því væntalega óþreyjufullur eftir fyrsta sigrinum í búningi Villa.

Yoan Gouffran kom Newcastle yfir þremur mínútum fyrir hálfleik og á 59. mínútu skoraði Henri Lansbury sjálfsmark.

Með sigrinum komst Newcastle aftur á topp deildarinnar en liðið er með eins stigs forystu á Brighton.

Villa er hins vegar í 17. sætinu með 36 stig, sex stigum frá fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×