Birgitta um Ólaf Ragnar: „Hann var að gera lítið úr þeim þingmönnum sem voru ekki þarna“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 18. mars 2015 14:30 „Mér finnst dapurlegt að heyra hvernig þessi maður hagar sér," sagði Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, um Ólaf Ragnar Grímsson forseta í hlaðvarpinu Hiphop og Pólitík á Vísi. Birgitta var gestur þáttarins ásamt Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrum utanríkisráðherra og formanni Alþýðuflokksins. Farið var um víðan völl í spjalli þeirra við þáttastjórnendur og gagnrýndu þau meðal annars forseta Íslands.Birgitta og Jón við upptökur þáttarins í morgun.Birgitta sagði framkomu Ólafs Ragnars á þingmannaveislunni svokölluðu, hafa verið óvirðulega. Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku endurvakti núverandi ríkisstjórn þingmannaveisluna, sem er einskonar árshátíð þingsins. Einnig var greint frá því að stjórnarandstaðan hafði neitað að mæta. „Ólafur Ragnar hélt ræðu eins og hann gerir alltaf. Hálftíma ræðu. Hann var að gera lítið úr þeim þingmönnum sem voru ekki þarna, sem mér finnst alveg ótrúlega óvirðulegt. Því að fólk tengir einhverja virðingu við þetta embætti af einhverjum ástæðum. Hann gerði lítið úr þingsályktunum. Þannig að hann var kominn í hápólitíska orðræðu þarna á árshátíð þingmanna," sagði Birgitta í þættinum.Hér að ofan má hlusta á þáttinn, en umræðan um forseta Íslands hefst eftir eina klukkustund sex mínútur og 36 sekúndur (1:06:36).Jón Baldvin segir skrif sín um Ólaf ekki vera gagnrýni heldur háð.Vísir/JóhannesRímar við Bakherbergið Í pistlinum Bakherbergið á Kjarnanum var fjallað um framkomu Ólafs á þingveislunni og er þar haft eftir ónefndum þingmanni að forsetinn hafi talað „við þingmenn eins og þeir væru hálfvitar." Haft er eftir öðrum gesti, sem var staddur í veislunni, að Ólafur Ragnar hafi virst vera eini maðurinn sem hafði gaman af veislunni. Sá gestur sagði að Ólafur Ragnar hafi gert óspart grín af því að hann væri í þingveislu einvörðungu með þingmönnum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Jón Baldvin og Ólafur í Vilníus.Jón Baldvin Hannibalsson ræddi um ræðu Ólafs Ragnars í Vilníus fyrr í mánuðinum, þar sem forsetinn talaði með Evrópusambandinu og NATO. Þegar Jón Baldvin var spurður hvort túlka mætti orð hans og skrif um forsetann sem gagnrýni svaraði hann um hæl að þetta væri miklu frekar háð. Jón Baldvin og Ólafur Ragnar voru báðir staddir í Vilníus í Litháen fyrr í marsmánuði þar sem haldið var upp á að 25 ár eru liðin síðan Litháar endurheimtu sjálfstæði sitt. Lagið Fort Europa með sænsku sveitnni Looptroop var spilað í þættinum. Í laginu er Evrópusambandið gagnrýnt harðlega.Birgitta benti á að Ólafur Ragnar hafi haldið ræðu við tilefnið en ekkert minnst á þátt Jóns Baldvins, sem hún sagði hafa verið gríðar mikinn og talaði um Jón hafi sýnt mikið hugrekki. Um að vera útilokaður úr ræðu Ólafs Ragnars sagði utanríkisráðherrann fyrrverandi: „Já, já, það er hans mál útaf fyrir sig og snertir mig svo sem ekki mikið." Jón sagðist hafa verið í viðtölum við fjölmiðla frá morgni til kvölds á meðan hann var staddur í Vilníus. Hann sagði að íslensk heimildarmynd um sjálfstæðisbaráttu Litháa hafi verið frumsýnd við tilefnið. „Viðbrögðin við henni heltust yfir. En eini maðurinn sem kannaðist ekki við þessa sögu var forseti Íslands."Hip Hip og Pólitík er vikulegt hlaðvarp (e. podcast) sem birtist á Vísi. Þátturinn er yfirleitt tekinn upp á mánudagsmorgnum og birtist samdægurs. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn í gegnum hlaðvarpsforrit í snjallsímum og iTunes. Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Sjá meira
„Mér finnst dapurlegt að heyra hvernig þessi maður hagar sér," sagði Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, um Ólaf Ragnar Grímsson forseta í hlaðvarpinu Hiphop og Pólitík á Vísi. Birgitta var gestur þáttarins ásamt Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrum utanríkisráðherra og formanni Alþýðuflokksins. Farið var um víðan völl í spjalli þeirra við þáttastjórnendur og gagnrýndu þau meðal annars forseta Íslands.Birgitta og Jón við upptökur þáttarins í morgun.Birgitta sagði framkomu Ólafs Ragnars á þingmannaveislunni svokölluðu, hafa verið óvirðulega. Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku endurvakti núverandi ríkisstjórn þingmannaveisluna, sem er einskonar árshátíð þingsins. Einnig var greint frá því að stjórnarandstaðan hafði neitað að mæta. „Ólafur Ragnar hélt ræðu eins og hann gerir alltaf. Hálftíma ræðu. Hann var að gera lítið úr þeim þingmönnum sem voru ekki þarna, sem mér finnst alveg ótrúlega óvirðulegt. Því að fólk tengir einhverja virðingu við þetta embætti af einhverjum ástæðum. Hann gerði lítið úr þingsályktunum. Þannig að hann var kominn í hápólitíska orðræðu þarna á árshátíð þingmanna," sagði Birgitta í þættinum.Hér að ofan má hlusta á þáttinn, en umræðan um forseta Íslands hefst eftir eina klukkustund sex mínútur og 36 sekúndur (1:06:36).Jón Baldvin segir skrif sín um Ólaf ekki vera gagnrýni heldur háð.Vísir/JóhannesRímar við Bakherbergið Í pistlinum Bakherbergið á Kjarnanum var fjallað um framkomu Ólafs á þingveislunni og er þar haft eftir ónefndum þingmanni að forsetinn hafi talað „við þingmenn eins og þeir væru hálfvitar." Haft er eftir öðrum gesti, sem var staddur í veislunni, að Ólafur Ragnar hafi virst vera eini maðurinn sem hafði gaman af veislunni. Sá gestur sagði að Ólafur Ragnar hafi gert óspart grín af því að hann væri í þingveislu einvörðungu með þingmönnum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Jón Baldvin og Ólafur í Vilníus.Jón Baldvin Hannibalsson ræddi um ræðu Ólafs Ragnars í Vilníus fyrr í mánuðinum, þar sem forsetinn talaði með Evrópusambandinu og NATO. Þegar Jón Baldvin var spurður hvort túlka mætti orð hans og skrif um forsetann sem gagnrýni svaraði hann um hæl að þetta væri miklu frekar háð. Jón Baldvin og Ólafur Ragnar voru báðir staddir í Vilníus í Litháen fyrr í marsmánuði þar sem haldið var upp á að 25 ár eru liðin síðan Litháar endurheimtu sjálfstæði sitt. Lagið Fort Europa með sænsku sveitnni Looptroop var spilað í þættinum. Í laginu er Evrópusambandið gagnrýnt harðlega.Birgitta benti á að Ólafur Ragnar hafi haldið ræðu við tilefnið en ekkert minnst á þátt Jóns Baldvins, sem hún sagði hafa verið gríðar mikinn og talaði um Jón hafi sýnt mikið hugrekki. Um að vera útilokaður úr ræðu Ólafs Ragnars sagði utanríkisráðherrann fyrrverandi: „Já, já, það er hans mál útaf fyrir sig og snertir mig svo sem ekki mikið." Jón sagðist hafa verið í viðtölum við fjölmiðla frá morgni til kvölds á meðan hann var staddur í Vilníus. Hann sagði að íslensk heimildarmynd um sjálfstæðisbaráttu Litháa hafi verið frumsýnd við tilefnið. „Viðbrögðin við henni heltust yfir. En eini maðurinn sem kannaðist ekki við þessa sögu var forseti Íslands."Hip Hip og Pólitík er vikulegt hlaðvarp (e. podcast) sem birtist á Vísi. Þátturinn er yfirleitt tekinn upp á mánudagsmorgnum og birtist samdægurs. Einnig er hægt að hlusta á þáttinn í gegnum hlaðvarpsforrit í snjallsímum og iTunes.
Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Sjá meira