Enski boltinn

Bilic: Við erum einfaldlega ekki nægilega góðir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Slaven Bilic.
Slaven Bilic. vísir/getty
Slaven Bilic, knattspyrnustjóri West Ham segir að leikmenn liðsins hafi lagt allt í leikinn gegn Southampton í dag en liðið sé einfaldlega ekki nægilega gott. West Ham tapaði enn einum leiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag en leikurinn fór 3-0 og fór fram á Ólympíuleikvanginum í London

West Ham hefur núna tapað fimm leikjum af sex á tímabilinu.

„Við áttum skilið að tapa í dag. Hver leikmaður gerði allt sem hann gat í dag og lögðu þeir sig alla fram. Það var bara ekki nóg,“ segir Bilic í samtali við Sky Sports.

„Það verður mjög erfitt að breyta þessu hjá okkur og við getum bara æft æft næstu vikurnar og reynt að koma okkur í gang. Þetta er ákveðin keðjuverkun því þegar svona illa gengur þá eru leikmenn liðsins ekki með neitt sjálfstraust.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×