Enski boltinn

Bilic: Mín hugmynd að fara út á lífið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bilic er í basli.
Bilic er í basli. vísir/getty
Slaven Bilic, knattspyrnustjóri West Ham United, segist hafa átt hugmyndina að því að leikmenn liðsins færu út á lífið í vikunni.

Illa hefur gengið hjá West Ham á tímabilinu en liðið hefur tapað fimm af sex leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni.

Leikmenn liðsins reyndu að hressa upp á móralinn með því að skella sér út á lífið fyrr í vikunni. Sumir tóku betur á því en aðrir en myndir af framherjanum Andy Carroll og markverðinum Darren Randolph vel hífuðum fóru eins og eldur um sinu um netheima.

Bilic segir að hann hafi stungið upp á því að leikmenn liðsins skelltu sér út á lífið eftir tapið fyrir Southampton á sunnudaginn.

„Þetta var mín hugmynd. Við áttum góðan fund og ræddum saman. Að honum loknum sagði ég Mark Noble [fyrirliða West Ham] að fara með strákana út að borða og eyða svolitlum tíma saman. Það er alltaf góð hugmynd,“ sagði Króatinn á blaðamannafundi í dag.

„Það hafa verið einhverjar sögusagnir í blöðunum en þetta er okkar mál. Við sjáum hvað gerist,“ bætti Króatinn við en West Ham er með mál Carrolls og Randolphs til skoðunar.

West Ham mætir Middlesbrough í næsta leik sínum á laugardaginn og þarf nauðsynlega á þremur stigum að halda.


Tengdar fréttir

West Ham hefur áhuga á Fabregas

Enski miðlar greina frá því í dag að West Ham United ætli sér að klófesta Cesc Fabregas í janúarglugganum en Spánverjinn hefur ekki verið í byrjunarliðinu hjá Antonio Conte, knattspyrnustjóra Chelsea, á tímabilinu.

Enn eitt tapið hjá West Ham

Southampton gerði sér lítið fyrir og vann frábæran útisigur, 3-0, á West Ham í London í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×