Innlent

Bílastæði gert vistvænna

BBI skrifar
Vinsamlega leggið hjólinu aðeins í 30 mínútur.
Vinsamlega leggið hjólinu aðeins í 30 mínútur. Mynd/Þorgerður Jóhanna
Við sportvöruverslunina Tri við Suðurlandsbraut getur nú að líta venju fremur vistvænt bílastæði. Eigendur verslunarinnar ákváðu að tími væri til kominn að gera hjólafólki hátt undir höfði og lögðu eitt bílastæði undir hjólagrind.

Stæðið hefur vakið lukku meðal hjólafólks en stæðið er beint fyrir framan innganginn. Að sögn eiganda var hugmyndin sú að veita hjólafólki besta aðgengið að búðinni enda miðar hún meðal annars að hjólreiðamönnum.

Stæðið var sett upp um miðjan júní og hefur verið mikið notað síðan.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×