Innlent

Bifröst stefnir að sjálfbærni

Miðað við þær umsóknir sem nú liggja fyrir í Háskólanum á Bifröst er útlit fyrir að aðsókn verði hátt í 40 prósentum meiri í ár miðað við árið í fyrra. Þetta segir Bryndís Hlöðversdóttir, rektor Háskólans á Bifröst.

Segir hún aðsóknina aukast verulega í staðnáminu. „Það er mikið af fjölskyldufólki sem er að koma til okkar þannig að leikskólinn er kominn að þolmörkum," segir hún.

Hún segir enn fremur að nokkurrar áherslubreytingar sé að vænta í náminu á Bifröst sem og í samfélaginu þar. „Við ætlum að setja okkur sjálfbærnimarkmið og það mun setja mark sitt á námið og lífið í þorpinu," segir rektorinn. Í upphafi næsta skólaárs verður þessi stefna mörkuð betur en Bryndís segir að Bifröst stefni að því að fá vottun um sjálfbærni innan nokkurra ára.

„Það er hægt að fara margar leiðir í þessum efnum og við eigum eftir að velja þá leið sem við teljum heppilegasta fyrir okkur," segir hún. Íbúar mega því búa sig undir frekara flokkunarkerfi sorps og viðskiptafræðinemar munu þurfa að huga að sjálfbærni um leið og þeir fræðast um arðbæran rekstur. - jse



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×