Biðin setur ferðaþjónustuna á hausinn Hugrún Halldórsdóttir skrifar 10. júlí 2011 18:45 Algjört neyðarástand ríkir í ferðaþjónustunni vegna lokunar hringvegsins, en umferð verður ekki komið á fyrr en í fyrsta lagi eftir tvær vikur. Biðin setur greinina á hausinn segir framkvæmdastjóri Samtaka Ferðaþjónustunnar. Það mun taka Vegagerðina tvær til þrjár vikur að setja upp bráðabirgðabrú frá Vík austur yfir Mýrdalssand, en stefnt er að því að hefja byggingu hennar eftir helgi. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka Ferðaþjónustunnar, furðar sig á að stjórnvöld hafi ekki ráðist strax í verkið. „Ferðir um hringveginn eru stærsta söluvara ferðaþjónustunnar yfir háannartímann. Þarna eru þúsundir manns á ferðinni og allt stopp," segir Erna. Hún segir að fréttirnar af seinaganginum þegar hafa spurst út. „Það verður auðvitað bara til þess að menn fara að afbóka eftir helgi og það er nú þegar byrjað," segir hún. Hún segir áætlanir stjórnvalda um að opna leiðin eftir tvær til þrjár vikur fráleitar. Nauðsynlegt sé að flýta verkinu, annars stefni ferðaþjónustan hreinlega í gjaldþrot. „Það er ekki hægt að lifa þetta af, ef að þrjár helstu háannavikurnar í ferðaþjónustu munu að stórum hluta eyðileggjast." Ferðamenn geta valið Fjallabaksleiðina til að komast leiðar sinnar, en hún er þó ekki fær fólksbílum. Erna segir mjög stóran hluta ferðamanna vera á smábílum og að margar rútur séu ekki hannaðar fyrir þessa leið. Þá mun Fjallabaksleiðin aldrei geta annað þessari miklu umferð. Erna telur að stjórnvöld verði að leita til verktaka, treysti Vegagerðin sér ekki til að flýta framkvæmdunum. „Það mætti vera leið sem þarf að keyra mjög hægt. Það eru ýmsar lausnir til og það verður bara að leita til allra þeirra sem að mögulega treysta sér til að koma henni á," segir hún að lokum. Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Algjört neyðarástand ríkir í ferðaþjónustunni vegna lokunar hringvegsins, en umferð verður ekki komið á fyrr en í fyrsta lagi eftir tvær vikur. Biðin setur greinina á hausinn segir framkvæmdastjóri Samtaka Ferðaþjónustunnar. Það mun taka Vegagerðina tvær til þrjár vikur að setja upp bráðabirgðabrú frá Vík austur yfir Mýrdalssand, en stefnt er að því að hefja byggingu hennar eftir helgi. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka Ferðaþjónustunnar, furðar sig á að stjórnvöld hafi ekki ráðist strax í verkið. „Ferðir um hringveginn eru stærsta söluvara ferðaþjónustunnar yfir háannartímann. Þarna eru þúsundir manns á ferðinni og allt stopp," segir Erna. Hún segir að fréttirnar af seinaganginum þegar hafa spurst út. „Það verður auðvitað bara til þess að menn fara að afbóka eftir helgi og það er nú þegar byrjað," segir hún. Hún segir áætlanir stjórnvalda um að opna leiðin eftir tvær til þrjár vikur fráleitar. Nauðsynlegt sé að flýta verkinu, annars stefni ferðaþjónustan hreinlega í gjaldþrot. „Það er ekki hægt að lifa þetta af, ef að þrjár helstu háannavikurnar í ferðaþjónustu munu að stórum hluta eyðileggjast." Ferðamenn geta valið Fjallabaksleiðina til að komast leiðar sinnar, en hún er þó ekki fær fólksbílum. Erna segir mjög stóran hluta ferðamanna vera á smábílum og að margar rútur séu ekki hannaðar fyrir þessa leið. Þá mun Fjallabaksleiðin aldrei geta annað þessari miklu umferð. Erna telur að stjórnvöld verði að leita til verktaka, treysti Vegagerðin sér ekki til að flýta framkvæmdunum. „Það mætti vera leið sem þarf að keyra mjög hægt. Það eru ýmsar lausnir til og það verður bara að leita til allra þeirra sem að mögulega treysta sér til að koma henni á," segir hún að lokum.
Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent