Erlent

Biden segir íbúum Eystrasaltsríkja að ekki taka orð Trump alvarlega

Atli Ísleifsson skrifar
Joe Biden.
Joe Biden. Vísir/AFP
Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, hefur sagt leiðtogum Eystrasaltsríkjanna að taka ekki ummæli Donalds Trump um skuldbindingar Bandaríkjanna innan NATO alvarlega.

Trump hefur lýst yfir efasemdum um skuldbindingar Bandaríkjanna þegar kemur að því að verja önnur aðildarríki NATO gagnvart mögulegri árás Rússlands.

Biden lét orðin falla í Riga, höfuðborg Lettlands, fyrr í dag þar sem hann sagði Trump ekki hafa skilning á 5. grein NATO-sáttmálans sem kveði á um sameiginlegar varnarskuldbindingar bandalagsins og að árás á eitt bandalagsríki jafngildi árás á þau öll. 

Sagði hann Bandaríkin vera skuldbundin öðrum aðildarríkjum. „Sú staðreynd að þið heyrið af og til eitthvað frá forsetaframbjóðenda hins flokksins, það er ekkert sem á að taka alvarlega.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×