Innlent

Betra Ísland opnaði í dag

Betra Ísland er nýr samráðsvefur fyrir Íslendinga, byggður á sama grunni og Betri Reykjavík. Vefurinn var opnaður í hádeginu í dag á Austurvelli. Tilgangur hans er að tengja saman almenning og þingmenn, hvetja til góðrar rökræðu um landsmálin og þannig styrkja lýðræðið, að því er fram kemur í tilkynningu.

„Meðal efnis á vefnum eru öll lagafrumvörp og þingsályktunartillögur sem nú liggja fyrir Alþingi en á Betra Ísland gefst almenningi kostur á að láta skoðun sína á þeim í ljós og setja fram rök með þeim eða á móti. Allar ræður á Alþingi eru aðgengilegar sem einstök myndskeið og auðvelt er að deila þeim á Facebook eða öðrum samskiptamiðlum,“ segir ennfremur.

„Þegar ákveðinn fjöldi notenda styður eða er á móti einhverju þingmáli þá verða rök og umræður sendar sjálfvirkt inn sem umsögn til nefnda Alþingis á meðan málið er í vinnslu. Þingmönnum er auðvitað frjálst að taka mál sem koma inn frá almenningi og breyta þeim í þingsályktunartillögur eða jafnvel lagafrumvörp,“ segir ennfremur.



Betra Ísland.




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×