Innlent

Benz-inn með meiri þægindi en BMW-inn sportlegri

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Sérfræðingur sem Vísir ræddi við segir bílana vera mjög hentuga fyrir Sigmund.
Sérfræðingur sem Vísir ræddi við segir bílana vera mjög hentuga fyrir Sigmund. Vísir
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fær nýjan bíl innan skamms. Í gær var sagt frá því að hann, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra eru allir að uppfæra bílakost ráðuneyta sinna. 

Í frétt Viðskiptablaðsins í gær kom fram að í forsætisráðuneytinu væri verið að velja á milli tveggja bíla; BMW 7-línunar og Mercedez Benz S-Class. 

Vísir fékk Njál Gunnlaugsson bílablaðamann til þess að fara yfir kosti og galla bílanna tveggja og hvern hann teldi vænlegri kost sem bíll forsætisráðuneytisins.

„Þeir eru báðir mjög hentugir. Þeir eru í nákvæmlega sama klassa og sama stærðarflokki og keppa beint við hvorn annan.“

Hann segir að Benz-inn sé með meiri þægindi en BMW-inn sé sportlegri. „Benz-inn er með meiri búnað upp á þægindi að gera, eins og rafstýrða fjöðrun sem stillir sig eftir veginum. En Bimminn er með sporlegri eiginleika. Þetta fer bara eftir því hvað menn vilja.“

Nú er forsætisráðherra á tíu ára gömlum BMW, er líklegt að hann haldi sig innan sömu tegundar?

„Það gæti alveg verið. En það gæti líka haft áhrif að S-línan er af nýrri kynslóð en BMW-inn. Þannig að það er ekkert hægt að ráða í það.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×