Benedikt um boð Bjarna um BCD stjórn: „Það freistaði ekki“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. nóvember 2016 08:45 Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar Vísir/Ernir Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar, segir það ekki hafa freistað sín að ganga í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Bjarni hafði samband við Benedikt í hádeginu síðastliðinn mánudag og bar tilboðið undir hann. Hann segir það hafa legið í orðum Bjarna að hann væri einungis að bjóða Viðreisn að ganga í samstarf, en ekki Bjartri framtíð sem Viðreisn hefur verið í bandalagi með í stjórnarmyndunarviðræðum. Mbl.is greindi fyrst frá. „Við vorum í annars konar spjalli við Sjálfstæðisflokkinn á þeim tíma og náttúrulega vel þekkt að við höfum verið í bandalagi við Bjarta framtíð,“ segir Benedikt í samtali við Vísi. Daginn áður höfðu Benedikt og Bjarni fundað ásamt Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar, um mögulegt samstarf flokkanna þriggja. Benedikt segir það ekki hafa freistað að ganga úr bandalaginu við Bjarta framtíð til að taka þátt í ríkisstjórn með sitjandi ríkisstjórnarflokkum. „Það freistaði ekki, enda væri það mjög úr karakter að vera í einum viðræðum og fara svo að samþykkja þátttöku í allt öðru mynstri.“ Hann segist enn standa við það að Viðreisn fari ekki í samstarf með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum.Sjá einnig: Katrín: Könnum málefnanlegan grundvöll samstarfs við SjálfstæðisflokkinnBenedikt segir jafnframt að flokkurinn muni halda í bandalag sitt við Bjarta framtíð. Hann slær þó ekki út af borðinu að Viðreisn og Björt framtíð ræði við Sjálfstæðisflokk og Vinstri græn, en Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Bjarni Benediktsson funduðu í gær um mögulegt samstarf flokkanna tveggja. „Við höfum sagt það að við munum halda þessu bandalagi við Bjarta framtíð. Svo þarf náttúrulega alltaf að fara yfir á hvaða forsendum það er. En við værum alveg til í að spjalla við þau.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Líkur á samstarfi aukast Formenn flokkanna ræddust við í gær og þykir ekki ólíklegt að þeir hefji aftur formlegar stjórnarmyndunarviðræður. 27. nóvember 2016 14:43 Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur hefja stjórnarmyndunarviðræður Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, munu funda í dag um mögulegt samstarf flokkanna. 29. nóvember 2016 11:16 Katrín: Könnum málefnanlegan grundvöll samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn Katrín Jakobsdóttir er ekki stressuð yfir því að ekki hafi verið mynduð ríkisstjórn, rúmum mánuði eftir kosningar. 29. nóvember 2016 13:18 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Sjá meira
Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar, segir það ekki hafa freistað sín að ganga í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Bjarni hafði samband við Benedikt í hádeginu síðastliðinn mánudag og bar tilboðið undir hann. Hann segir það hafa legið í orðum Bjarna að hann væri einungis að bjóða Viðreisn að ganga í samstarf, en ekki Bjartri framtíð sem Viðreisn hefur verið í bandalagi með í stjórnarmyndunarviðræðum. Mbl.is greindi fyrst frá. „Við vorum í annars konar spjalli við Sjálfstæðisflokkinn á þeim tíma og náttúrulega vel þekkt að við höfum verið í bandalagi við Bjarta framtíð,“ segir Benedikt í samtali við Vísi. Daginn áður höfðu Benedikt og Bjarni fundað ásamt Óttari Proppé, formanni Bjartrar framtíðar, um mögulegt samstarf flokkanna þriggja. Benedikt segir það ekki hafa freistað að ganga úr bandalaginu við Bjarta framtíð til að taka þátt í ríkisstjórn með sitjandi ríkisstjórnarflokkum. „Það freistaði ekki, enda væri það mjög úr karakter að vera í einum viðræðum og fara svo að samþykkja þátttöku í allt öðru mynstri.“ Hann segist enn standa við það að Viðreisn fari ekki í samstarf með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum.Sjá einnig: Katrín: Könnum málefnanlegan grundvöll samstarfs við SjálfstæðisflokkinnBenedikt segir jafnframt að flokkurinn muni halda í bandalag sitt við Bjarta framtíð. Hann slær þó ekki út af borðinu að Viðreisn og Björt framtíð ræði við Sjálfstæðisflokk og Vinstri græn, en Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Bjarni Benediktsson funduðu í gær um mögulegt samstarf flokkanna tveggja. „Við höfum sagt það að við munum halda þessu bandalagi við Bjarta framtíð. Svo þarf náttúrulega alltaf að fara yfir á hvaða forsendum það er. En við værum alveg til í að spjalla við þau.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Líkur á samstarfi aukast Formenn flokkanna ræddust við í gær og þykir ekki ólíklegt að þeir hefji aftur formlegar stjórnarmyndunarviðræður. 27. nóvember 2016 14:43 Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur hefja stjórnarmyndunarviðræður Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, munu funda í dag um mögulegt samstarf flokkanna. 29. nóvember 2016 11:16 Katrín: Könnum málefnanlegan grundvöll samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn Katrín Jakobsdóttir er ekki stressuð yfir því að ekki hafi verið mynduð ríkisstjórn, rúmum mánuði eftir kosningar. 29. nóvember 2016 13:18 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Sjá meira
Líkur á samstarfi aukast Formenn flokkanna ræddust við í gær og þykir ekki ólíklegt að þeir hefji aftur formlegar stjórnarmyndunarviðræður. 27. nóvember 2016 14:43
Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur hefja stjórnarmyndunarviðræður Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, munu funda í dag um mögulegt samstarf flokkanna. 29. nóvember 2016 11:16
Katrín: Könnum málefnanlegan grundvöll samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn Katrín Jakobsdóttir er ekki stressuð yfir því að ekki hafi verið mynduð ríkisstjórn, rúmum mánuði eftir kosningar. 29. nóvember 2016 13:18
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?