Fótbolti

Bendtner orðinn samherji Matthíasar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bendtner vonast til að endurræsa ferilinn hjá Rosenborg.
Bendtner vonast til að endurræsa ferilinn hjá Rosenborg. vísir/getty
Danski vandræðagemsinn Nicklas Bendtner er genginn í raðir Noregsmeistara Rosenborg. Með liðinu leikur Matthías Vilhjálmsson.

Bendtner kemur til Rosenborg frá Nottingham Forest þar sem hann hefur leikið síðasta hálfa árið.

Bendtner skoraði aðeins tvö mörk í 17 leikjum fyrir Forest en ferill Danans hefur náð litlum hæðum undanfarin ár. Hann hefur hins vegar verið duglegur að koma sér í fréttirnar fyrir ýmis uppátæki utan vallar.

Bendtner lék lengst af með Arsenal en hann hefur einnig leikið með Birmingham City, Sunderland, Juventus, Wolfsburg og Forest á ferlinum.

Þá hefur Bendtner skorað 29 mörk í 72 landsleikjum fyrir Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×