Erlent

Beittu táragasi á flóttamenn á landamærum Grikklands og Makedóníu

Atli Ísleifsson skrifar
Makedónía og önnur ríki á Balkanskaga hafa mörg komið upp girðingu á landamærum sínum til að stemma stigu við straum flóttafólks til álfunnar.
Makedónía og önnur ríki á Balkanskaga hafa mörg komið upp girðingu á landamærum sínum til að stemma stigu við straum flóttafólks til álfunnar. Vísir/AFP
Táragasi var beitt á flóttamenn eftir að hópur þeirra vann skemmdir á girðingu á landamærum Grikklands og Makedóníu fyrr í dag.

Makedónsk lögregla skaut táragasi að flóttafólkinu þar sem það hafi fjarlægt gaddavír og rutt niður girðingu í tilraun til að komast inn í Makedóníu til að síðar halda för sinni áfram norður á bóginn.

Í frétt BBC segir ekki ljóst að svo stöddu hvað margir hafi komist inn í Makedóníu á landamærastöðinni sem er í bænum Idomeni.

Um 6.500 manns eru nú strandaglópar Grikklandsmegin landamæranna þar sem fáum er hleypt inn í Makedóníu. Margir flóttamannanna hafast við í tjöldum, bæði án matar og hjálpargagna.

Makedónía og önnur ríki á Balkanskaga hafa mörg komið upp girðingu á landamærum sínum til að stemma stigu við straum flóttafólks til álfunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×