Erlent

Bein útsending: Tilkynna um Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði

Atli Ísleifsson skrifar
Japanirnir Isamu Akasaki, Hiroshi Amano og Shuji Nakamura hlutu verðlaunin á síðasta ári fyrir rannsóknir sínar á sviði ljóstækni.
Japanirnir Isamu Akasaki, Hiroshi Amano og Shuji Nakamura hlutu verðlaunin á síðasta ári fyrir rannsóknir sínar á sviði ljóstækni. Vísir/EPA
Sænska Nóbelsnefndin tilkynnir um hver eða hverjir hljóta Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði klukkan 9:40.

Vísir sýnir beint frá fréttamannafundi nefndarinnar.

Japanirnir Isamu Akasaki, Hiroshi Amano og Shuji Nakamura hlutu verðlaunin á síðasta ári fyrir rannsóknir sínar á sviði ljóstækni.

Nóbelsnefndin tilkynnti í gær að Írinn William C. Campbell og Japaninn Satoshi Ōmura annars vegar og Kínverjinn Youyou Tu hins vegar deili með sér Nóbelsverðlaununum í læknisfræði ár. Vísindamennirnir hljóta verðlaunin fyrir þróun sína á lyfjum og meðferðum gegn sníkjudýrasjúkdómum.


Tengdar fréttir

Lyf sem gagnast milljónum

Þrír vísindamenn deila með sér Nóbelsverðlaununum í læknisfræði í ár. Verðlaunin verða afhent í Svíþjóð í desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×