Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Francois Hollande Frakklandsforseti hefur lýst yfir stuðningi við miðjumanninn Emmanuel Macron, sem mun keppa við Marine Le Pen frambjóðanda frönsku Þjóðfylkingarinnar um forsetaembættið í síðari hluta frönsku forsetakosninganna í næsta mánuði. Þórhildur Þorkelsdóttir fréttamaður er í París og fjallar um kosningarnar í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Í fréttunum verður líka rætt við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja sem segir starfsmenn Seðlabankans vera lögbrjóta sem bera þurfi ábyrgð, en Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í dag úr gildi stjórnvaldssekt sem Seðlabankinn lagði á Samherja vegna brota á gjaldeyrislögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×