Innlent

Bein útsending: Hitamál á Alþingi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Úr þingsal.
Úr þingsal. vísir/ernir
Þingfundur hefst á Alþingi núna klukkan 15 með dagskrárliðnum störf þingsins. Átján þingmenn eru á mælendaskrá og má gera ráð fyrir að einhverjir þeirra tæpi á þeim hitamálum sem nú eru í umræðunni.

Þannig var skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um einkavæðingu Búnaðarbankans kynnt í morgun og rædd á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í hádeginu.

Þá hafa fréttir um flutning landvinnslu botnfisks HB Granda frá Akranesi til Reykjavíkur valdið titringi, þar sem talið er að hátt í 100 manns geti misst vinnuna, auk fregna af mengun frá kísilverksmiðju United Silicon á Reykjanesi þar sem bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur farið fram á að verksmiðjunni verði lokað tafarlaust.

Fylgjast má með beinni útsendingu frá Alþingi í spilaranum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×