Viðskipti innlent

Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Vísir/Stefán
Árlegur haustfundur Landsvirkjunar fer fram í Silfurbergi í Hörpu í dag á milli klukkan 14 og 16. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra mun ávarpa gesti.

Vísir sýnir beint frá fundinum líkt og undanfarin ár. Auk ráðherra mun Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, ávarpa fundinn en erindi hans fjallar um nýtt markaðsumhverfi og fjölbreytta eftirspurn.

Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, mun ræða um mikilvægi rammaáætlunar og áskoranir og tækifæri. Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs, fjallar um vatnsaflskosti, Margrét Arnardóttir, verkefnastjóri vindorku, fjallar um vindorkukosti og Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs, ræðir kosti jarðvarma.

Fundarstjóri er Brynja Þorgeirsdóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×