Lífið

Bein útsending: Hæfileikakeppni stjórnmálamanna í Stúdentakjallaranum

Atli Ísleifsson skrifar
Valgerður Anna Einarsdóttir, betur þekkt sem Vala pepp, mun kynna dagskránna.
Valgerður Anna Einarsdóttir, betur þekkt sem Vala pepp, mun kynna dagskránna. Mynd
Hæfileikakeppni stjórnmálamanna fer fram í Stúdentakjallaranum í kvöld og hefst klukkan 20.

Stúdentar vilja þar veita frambjóðendum til Alþingiskosninga listrænt frelsi með því að senda fulltrúa sína í Stúdentakjallarann þar sem þeim gefst kostur á að koma kosningaboðskap á framfæri með óhefðbundnum hætti. 

Valgerður Anna Einarsdóttir, betur þekkt sem Vala pepp, mun kynna dagskránna, halda frambjóðendum við efnið og passa að þeir verði ekki slegnir út af laginu.

Á Facebook-síðu viðburðarins segir að flest framboð hafi þegið heimboðið og hyggjast taka sér hvíld frá hefðbundnu amstri í aðdraganda kosninga. „Munu þau tala til stúdenta í tónum, með gamanmáli eða öðrum einlægum hætti. Búast má við öllu nema framboðsræðum, sem verða bannaðar. Salurinn fer með dómsvald og mun háværasta klappið tryggja sigur. Reiknað er með að sigur um kvöldið gefi sterka vísbendingu um niðurstöður kosninganna og því til mikils að vinna,“ segir á síðunni.

Framsókn, Samfylking, Vinstri grænir, Píratar, Viðreisn, Dögun, Flokkur fólksins, Alþýðufylkingin, Björt framtíð, Sjálfstæðisflokkur og Húmanistar hafa allir staðfest að fulltrúar þeirra mæti. Vitað er að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, mætir fyrir hönd síns flokks.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×