Innlent

Bein útsending: Fundur fólksins

Tinni Sveinsson skrifar
Bein útsending verður úr Norræna húsinu í dag.
Bein útsending verður úr Norræna húsinu í dag.
Vísir sýnir beint frá Fundi fólksins, tveggja daga lýðræðishátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu. Hátíðin klárast í dag og kennir ýmissa grasa. Allir eru velkomnir og raunar hvattir til að mæta og eiga samtal við stjórnmálamenn á hinum fjölmörgu fundum sem eru á dagskrá.

Einn vettvangur umræðu á fundinum er í Sal Norræna hússins og verður í dag, líkt og í gær, bein útsending þaðan á Vísi. Útsendinguna má sjá hér að neðan. Fyrir neðan spilarann má svo sjá dagskrána í salnum í heild sinni.

Hér má nálgast dagskrána í heild sinni.

Dagskráin í dag:





10:00–10:50

Fundur Fólksins á Norðurlöndunum

Pallborðsumræður

Norðurlönd í fókus

Zakia Elvang, forstöðukona Folkemødet på Bornholm, systurhátíðar Fundar fólksins í Danmörku, heimsækir okkur og segir frá hátíðinni á Borgundarhólmi. Ketill Berg Magnússon, formaður Almannaheilla, segir frá framtíðaráformum Fundar fólksins á Íslandi en Almannaheill eru framkvæmdaaðili hátíðarinnar. Fundarstjóri: Mikkel Harder, forstjóri Norræna hússins.

Fundur Fólksins er haldinn að norrænni fyrirmynd en samskonar hátíðir hafa farið fram talsvert lengi á öllum öðrum Norðurlöndum og eru fastur liður í sumardagskrá alls áhugafólks um stjórnmál.



12:00–12:50

Málþing stúdenta um #LÍNfrumvarpið

Pallborðsumræður

Landssamtök íslenskra stúdenta

Aðilar frá hagsmunasamtökum stúdenta, þingmenn og aðrir hagsmunaaðilar.

LÍN-frumvarpið er á allra vörum þessa dagana. Landssamtök íslenskra stúdenta vilja ræða það af sanngirni og heiðarleika.



13:00–13:50

Við og gestir okkar – ávinningur, ábyrgð og áskoranir

Pallborðsumræður

Rannsóknamiðstöð ferðamála

Áshildur Bragadóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, Benóný Ægisson, formaður íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur, Björg Árnadóttir, framkvæmdastjóri og rithöfundur, Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgarsögusafns Reykjavíkur, Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans. Umræðustjóri: Sigrún Björk Jakobsdóttir, hótelstjóri.

Til umræðu verða þættir eins og áhrif ferðamennsku og ferðaþjónustu á íslenskt samfélag, hvað felst í gestrisni, hver er ábyrgð okkar sem gestgjafa og hvernig tryggjum við sem besta sambúð ferðaþjónustu og íbúa?



14:00–14:50

Lifað af listinni

Leiksýning og samtöl

STEF, SFH, RSÍ, SÍK, MYNDSTEF og FJÖLÍS

Gunnar Helgason og Felix Bergsson ásamt fulltrúum mismunandi listgreina, m.a. Sigtryggi Baldurssyni, tónhöfundi, flytjanda og framkvæmdastjóra ÚTÓN, Kristni Þórðarsyni, kvikmyndaframleiðanda og formanni SÍK, Kristínu Helgu Gunnarsdóttur, rithöfundi og formanni RSÍ, og Ólöfu Nordal myndlistarmanni. Fundarstjóri: Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEFs.

Gunnar og Felix sýna beitta og skemmtilega leikþætti um líf listamannsins. Þeir bregða sér í hlutverk spyrla og spyrja fulltrúa mismunandi listgreina um hvernig þeir lifi af listinni og hver séu þeirra forgangsmál þegar kemur að höfundarrétti. Þarna gefst öllum sem áhuga hafa á að fá innsýn í líf listamanna og hvernig höfundarrétturinn hefur áhrif á störf þeirra.



15:00–15:50

Branding í orkumálum

Pallborðsumræður

LarsEn Energy Branding

Andri Snær Magnason rithöfundur og Magnús Bjarnason, framkvæmdastjóri Kviku. Fundarstjóri: Dr. Friðrik Larsen.

Notkun vörumerkja hefur verið takmörkuð í tilviki hrávara.Rafmagn er hrávara og orka er ein af grunnstoðum íslensk efnahagslífs.Rætt verður um hvernig má hámarka ábata landsins með því að líta á orku út frá sjónarhóli vörumerkjafræða. Umræðan verður tengd við aðrar virðisaukandi leiðir sem tengjast orkusölu og hvernig þær leiðir tengjast bæði sölu afurða úr landi, náttúruvernd, þjóðgarði og erlendum ferðamönnum sem koma til landsins.



16:00-17:20

Samfélag án lista?

Pallborðsumræður

Listaháskóli Íslands

Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor LHÍ, Kristín Valsdóttir, deildarforseti listkennsludeildar LHÍ, Tinna Gunnarsdóttir, prófessor í vöruhönnun við LHÍ, Vigdís Jakobsdóttir stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík, Stefán Jónsson, prófessor í sviðslistum við LHÍ, Guðni Tómasson, listsagnfræðingur og blaðamaður á Fréttatímanum, Ingi Rafn Sigurðsson, stofnandi Karolina Fund, Jóna Hlíf Halldórsdótti,r formaður SÍM, Ragnheiður H. Magnúsdóttir, varaformaður hugverkaráðs SI, og margir fleiri. Fundarstjóri: Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, gæðastjóri LHÍ.

Á þessu málþingi ætlum við að tala um listirnar sem auðlind, velta fyrir okkur fjármögnun listanna og horfa til framtíðar. Hvernig væri samfélag án lista?



18:00–19:30

Hvernig hálendisþjóðgarð viljum við stofna?

Pallborðsumræður og tónlist

Rödd náttúrunnar

Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, nýdoktor í umhverfisheimspeki hjá Heimspekistofnun HÍ og aðjunkt við Listaháskóla Íslands,Steinar Kaldal, verkefnisstjóri hálendisverkefnis Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Íslands,og Edda Ruth Hlín Waage, doktor í landfræði og lektor við Háskóla Íslands. Fundarstjóri: Andri Snær Magnason, rithöfundur. 

Þjóðgarðar á Íslandi sem og annars staðar í heiminum eru til í mismunandi útfærslum og því geta hugmyndir um tilvist þeirra, náttúruverndar- og nýtingargildi verið ólíkar. Hvernig Hálendisþjóðgarð Íslands viljum við stofna þannig að sem flestir geti verið sáttir og um leið stoltir af stofnun hans fyrir núverandi jafnt sem komandikynslóðir?

Að umræðum loknum mun Ómar Ragnarsson flytja nokkur lög af væntanlegum geisladiski þar sem náttúran leikur stærsta hlutverkið.


Tengdar fréttir

Bein útsending: Fundur fólksins

Vísir sýnir beint frá Fundi fólksins, tveggja daga lýðræðishátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×