Innlent

Beðið eftir öðru máli tengdu fjárkúgunarsystrum

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
"Enn er beðið annars máls tengt sömu sakborningum," segir í svari embættis héraðssaksóknara, við fyrirspurn Vísis, um stöðu málsins.
"Enn er beðið annars máls tengt sömu sakborningum," segir í svari embættis héraðssaksóknara, við fyrirspurn Vísis, um stöðu málsins.
Embætti héraðssaksóknara bíður nú eftir að annað mál sem tengist annarri systurinni sem sökuð er um að hafa reynt að kúga fé úr forsætisráðherra á síðasta ári komi á borð þess. Fjárkúgunarmálið svokallaða er enn í vinnslu, samkvæmt skriflegu svari frá embættinu.

Systurnar, þær Hlín Einarsdóttir og Malín Brand, eru sakaðar um að hafa í fyrra krafist þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson greiddi átta milljónir króna eða upplýsingar sem sagðar voru viðkvæmar fyrir hann yrðu gerðar opinberar. Þær voru svo handteknar þegar þær hugðust sækja fjármunina við Vallarhverfið í Hafnarfirði.

Nokkrum dögum síðar voru þær kærðar fyrir aðra fjárkúgun en maðurinn sem lagði fram kæruna sagðist hafa greitt þeim 700 þúsund krónur gegn því að vera ekki sakaður um að hafa nauðgað Hlín. Hlín kærði manninn í kjölfarið fyrir nauðgun.

Vísir sendi héraðssaksóknara fyrirspurn um stöðu málsins og fengust þá fyrrgreindar upplýsingar án þess þó að þess væri getið hvaða mál það væri. Leiða má að því líkur að um sé að ræða nauðgunarkæruna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×