MIĐVIKUDAGUR 25. MAÍ NÝJAST 12:45

„Ţađ breytist ekkert ef frambjóđendur kerfsins verđa kosnir“

FRÉTTIR

Beckham: Zidane besti mađurinn í starfiđ

 
Fótbolti
08:30 05. JANÚAR 2016
Zinedine Zidane og David Beckham međ Florentinu Peréz, forseta Real Madrid.
Zinedine Zidane og David Beckham međ Florentinu Peréz, forseta Real Madrid. VÍSIR/GETTY

David Beckham, fyrrverandi samherji Zinedine Zidane hjá Real Madrid, er vægast sagt ánægður með ráðningu Frakkans sem þjálfara Real, en hann var kynntur til sögunnar í gær sem eftirmaður Rafaels Benítez.

Zidane, sem hefur þjálfað B-lið Real Madrid undanfarin misseri, var samherji Beckhams hjá Real Madrid í þrjú ár frá 2004-2006.

„Gæti þetta orðið betra? Maður sem var bestur í íþróttinni sem við öll elskum er að taka við félagi sem ég og mun fleiri elska,“ segir Beckham á Instagram-reikningi sínum þar sem hann setur inn gamla mynd af þeim félögunum að fagna.

„Maður með drifkraft, ástríðu og tekur mistök ekki til greina tekur við af þjálfara sem hefur mikla reynslu og virðingu í leiknum. Þetta er staða sem hann mun hafa yndi af. Þetta er besti maðurinn í starfið,“ segir David Beckham.

Zidane, sem vann spænsku deildina og Meistaradeildina með Real tekur við liðinu í þriðja sæti deildarinnar, en það er fjórum stigum á eftir Atlético Madríd.

„Ég vil þakka ykkur öllum fyrir. Þetta er mikilvægur og tilfinningaþrunginn dagur fyrir mig. Hann er tilfinningaþrungnari en þegar ég varð leikmaður félagsins. Ég mun leggja mig allan fram fyrir félagið,“ sagði Zinedine Zidane á blaðamannafundinum í gær.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Beckham: Zidane besti mađurinn í starfiđ
Fara efst