Bauðst að fjármagna kaupin á Iceland með láni Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. október 2011 12:00 Skilanefnd Landsbankans neitar því ekki að hafa boðið tilboðsgjöfum í Iceland Foods allt að 200 milljóna punda seljendalán til að greiða fyrir hluta kaupverðsins á fyrirtækinu. Sex tilboð bárust í 77 prósenta hlut skilanefndar Landsbankans og Glitnis í Iceland Foods. Greiningaraðilar í Bretlandi búast við tilboðum sem verðleggja Iceland Foods á bilinu 1,3 - 1,5 milljarða punda, jafnvirði 230 til 270 milljarða króna. Iceland Foods er verðmætasta eign skilanefndar Landsbankans sem á 67 prósent á móti 10 prósenta hlut Glitnis, en fjárhæðin sem fæst fyrir sölu Icelands mun ganga upp í kröfur hollenska seðlabankans og breska tryggingarsjóðsins vegna þarlendra sparifjáreigenda sem voru með Icesave-reikninga hjá Landsbankanum. Félögin sex sem ætla að bjóða í 77 prósenta hlut í Iceland Foods eru á vegum smásölufyrirtækjanna Wm Morrissons og ASDA og fjárfestingarfélaganna TPG, Bain, Blackstone og BC Partners, að því er fram kemur í Financial Times. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru tilboð Wm Morrissons og ASDA aðeins í hluta af verslunum Iceland og er það m.a vegna vegna samkeppnisreglna í Bretlandi. Frestur til að leggja fram tilboð í fyrstu umferð söluferlisins rann út í gær. Malcolm Walker, forstjóri og stofnandi Iceland sem á 23 prósenta hlut í fyrirtækinu, lagði ekki fram tilboð í fyrstu umferð, að því er Financial Times greinir frá. Fréttastofan reyndi ítrekað að ná tali af Walker í morgun, án árangurs. Walker er ekki sagður tilbúinn að greiða meira fyrir hlutinn en tilboð sem hann lagði fram í fyrra hljóðaði upp á, en þá bauð hann einn milljarð punda í fyrirtækið, jafnvirði um 180 milljarða króna. Hann er hins vegar með forkaupsrétt sem þýðir að hann getur jafnað tilboð annarra fjárfesta. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður stjórnarfundur í Iceland Foods á þriðjudag þar sem stjórn félagsins verður upplýst um tilboð sem hafa borist. Páll Benediktsson, talsmaður skilanefndar Landsbankans, sagði rangt að skilanefndin væri óánægð með fram komin tilboð en fréttastofa fékk upplýsingar þess efnis frá þeim sem standa söluferlinu nærri. Páll sagðist hvorki játa því né neita að skilanefnd Landsbankans hefði boðið tilboðsgjöfum 200 milljóna punda lán fyrir hluta kaupverðsins. „Það hvernig greitt er fyrir félagið, það er alltaf möguleiki á því að það gerist á einhverjum tíma, hvort það er kallað lán eða ekki, það get ég ekki tjáð mig um. Þetta er alþekkt í viðskiptum af þessari stærð, þ.e að menn þurfi ekki að greiða í einu lagi við undirritun," sagði Páll. Hann sagði að í næstu eða þarnæstu viku hæfust viðræður við fjárfesta sem skiluðu inn tilboðum. Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira
Skilanefnd Landsbankans neitar því ekki að hafa boðið tilboðsgjöfum í Iceland Foods allt að 200 milljóna punda seljendalán til að greiða fyrir hluta kaupverðsins á fyrirtækinu. Sex tilboð bárust í 77 prósenta hlut skilanefndar Landsbankans og Glitnis í Iceland Foods. Greiningaraðilar í Bretlandi búast við tilboðum sem verðleggja Iceland Foods á bilinu 1,3 - 1,5 milljarða punda, jafnvirði 230 til 270 milljarða króna. Iceland Foods er verðmætasta eign skilanefndar Landsbankans sem á 67 prósent á móti 10 prósenta hlut Glitnis, en fjárhæðin sem fæst fyrir sölu Icelands mun ganga upp í kröfur hollenska seðlabankans og breska tryggingarsjóðsins vegna þarlendra sparifjáreigenda sem voru með Icesave-reikninga hjá Landsbankanum. Félögin sex sem ætla að bjóða í 77 prósenta hlut í Iceland Foods eru á vegum smásölufyrirtækjanna Wm Morrissons og ASDA og fjárfestingarfélaganna TPG, Bain, Blackstone og BC Partners, að því er fram kemur í Financial Times. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru tilboð Wm Morrissons og ASDA aðeins í hluta af verslunum Iceland og er það m.a vegna vegna samkeppnisreglna í Bretlandi. Frestur til að leggja fram tilboð í fyrstu umferð söluferlisins rann út í gær. Malcolm Walker, forstjóri og stofnandi Iceland sem á 23 prósenta hlut í fyrirtækinu, lagði ekki fram tilboð í fyrstu umferð, að því er Financial Times greinir frá. Fréttastofan reyndi ítrekað að ná tali af Walker í morgun, án árangurs. Walker er ekki sagður tilbúinn að greiða meira fyrir hlutinn en tilboð sem hann lagði fram í fyrra hljóðaði upp á, en þá bauð hann einn milljarð punda í fyrirtækið, jafnvirði um 180 milljarða króna. Hann er hins vegar með forkaupsrétt sem þýðir að hann getur jafnað tilboð annarra fjárfesta. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður stjórnarfundur í Iceland Foods á þriðjudag þar sem stjórn félagsins verður upplýst um tilboð sem hafa borist. Páll Benediktsson, talsmaður skilanefndar Landsbankans, sagði rangt að skilanefndin væri óánægð með fram komin tilboð en fréttastofa fékk upplýsingar þess efnis frá þeim sem standa söluferlinu nærri. Páll sagðist hvorki játa því né neita að skilanefnd Landsbankans hefði boðið tilboðsgjöfum 200 milljóna punda lán fyrir hluta kaupverðsins. „Það hvernig greitt er fyrir félagið, það er alltaf möguleiki á því að það gerist á einhverjum tíma, hvort það er kallað lán eða ekki, það get ég ekki tjáð mig um. Þetta er alþekkt í viðskiptum af þessari stærð, þ.e að menn þurfi ekki að greiða í einu lagi við undirritun," sagði Páll. Hann sagði að í næstu eða þarnæstu viku hæfust viðræður við fjárfesta sem skiluðu inn tilboðum.
Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira