Lífið

Bauð hestinum upp á nudd

Birta Björnsdóttir skrifar
Linda Pétursdóttir var á leið heim til sín út á Álftanes á þriðjudaginn var þegar eitthvað fangaði athygli hennar.

Ég sé að það er maður sem stendur hér við skurðinn og er að kíkja ofaní hann. Ég ákveð að athuga hvort ekki sé allrt í lagi og sé þá að það er hestur fastur í skurðinum, alveg á kafi upp að hálsi," segir Linda.

Hún segir hryssuna hafa verið þrekaða og hafa greinilega verið lengi í skurðinum.

Það sem kom mér mest á óvart er aðbúnaðurinn hér en hann samræmist ekki þeim kröfum sem gerðar eru samkvæmt dýravelferðarlögum. En við náðum stm betur fer að koma henni uppúr," segir Árni Stefán Árnason, dýraverndarlögfræðingur, sem Linda hringdi í þegar hún sá hestinn.

Fyrst var reynt að koma hryssunni upp úr skurðinum með aðstoð bíls en þegar ljóst var að það dugði ekki til var grafa kölluð til.

Þegar hryssan komst loks úr prísundinni var hún býsna þrekuð en Linda hlúði vel að henni.

Ég bauð henni upp á nudd, en hún skalf öll og átti erfitt með að standa í lappirnar," segir Linda, og segir það býsna svipað að nudda hest og fólk.

Nema maður verður talsvert loðnari á höndunum við að nudda hross."

En allt er gott sem endar vel og hryssan margumtalaða, Gróa frá Fjara, hefur það býsna gott með félögum sínum í gerðinu við hlið skurðsins og eflaust reynslunni ríkari.


Tengdar fréttir

Linda Pé bjargar hryssu

"Ég var heima þegar Linda Pétursdóttir hringir í mig og segir mér frá þessu og ég rýk af stað," segir Árni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×