Erlent

Bataclan: Hafa borið kennsl á þriðja árásarmanninn

Birgir Olgeirsson skrifar
Níutíu manns féllu í árásum hryðjuverkamannanna á Bataclan.
Níutíu manns féllu í árásum hryðjuverkamannanna á Bataclan. Vísir/EPA
Lögreglan í Frakklandi hefur borið kennsl á þriðja árásarmanninn sem sprengdi sig í loft upp við tónleikastaðinn Bataclan í París 13. nóvember síðastliðinn.

Franska dagblaðið Le Parisien segir þriðja manninn heita Fouad Mohamed-Aggad frá Strasbourg í Frakklandi. Segir blaðið hann hafa snúið aftur til Frakklands frá Sýrlandi í fyrra. Hinir tveir sem stóðu að árásinni voru Frakkinn Omar Ismail Mostefai og Samy Amimour.

Níutíu manns létust í árásinni.

Tengdar fréttir

Frakkar minnast hinna föllnu

Í morgun var haldin minningarathöfn um þá sem létu lífið í hryðjuverkaárásanum í París.

Bataclan opnar aftur á næsta ári

Einn eigenda staðarins segir að Bataclan eigi ekki að verða staður til að minnast hinna látnu eða staður fyrir pílagríma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×