Enski boltinn

Barton gefur kost á sér í enska landsliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Joey Barton, leikmaður QPR, hefur gefið kost á sér í enska landsliðið á ný en hann telur sig eiga raunhæfan möguleika á landsliðssætinu.

Barton tilkynnti formlega í maí í fyrra að hann væri hættur að spila með landsliðinu. Hann á reyndar aðeins einn leik að baki og spilaði um stundarfjórðung í honum.

„Ég hef ákveðið að draga fyrri ákvörðun mína til baka eftir að hafa horft á enska landsliðið spila á HM,“ sagði Barton sem starfaði sem sérfræðingur fyrir Eurosport á meðan keppninni stóð.

„Ég tel það mögulegt miðað við gæðin sem eru í liðinu. Ég tel að ég sé betri leikmaður í dag en þegar ég var í landsliðinu.“

„Fólk heldur kannski að mér sé ekki alvara. Treystið mér, mér er fyllilega alvara. Það er það eina sem ég ætla að segja um málið að svo stöddu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×