Innlent

Barnung Björk les fæðingarsögu Frelsarans

Heimir Már Pétursson skrifar
Myndband þar sem Björk les söguna af fæðingu Jesú Krists ellefu ára gömul í Stundinni okkar, hefur vakið heimsathygli á veraldarvefnum. Aðdáendur söngkonunnar eru yfir sig hrifnir af upptökunni.

Eins og allir þeir sem fylgjast með dægurtónlist á Íslandi vita hóf Björk Guðmundsdóttir tónlistarferil sinn ung að aldri. Hún hóf tónlistarnám sex ára gömul í Barnamúsíkskólanum og heyrðist fyrst syngja slagarann I Love to Love árið 1976 þegar hún var ellefu ára gömul og fékk lagið mikla spilun í Ríkisútvarpinu.

Það sama ár kom Björk ásamt öðrum börnum Barnamúsíkskólans fram í Stundinni okkar í Ríkissjónvarpinu og las söguna um fæðingu frelsarans. Það var Jón Sigurbjörnsson leikari í hlutverki jólasveinsins sem kynnti börnin til leiks.

Allt við Björk heillar einlæga áhorfendur hennar og á veraldarvefnum er af hrifningu talað um littla barnsrödd hennar þar sem hún lesi fæðingarsöguna á tungumáli sem áhorfendur skilji væntanlega ekkert í en muni finnast róandi.

Björk lærði á píanó og flautu í Barnamúsíkskólanum en eftir frumraun hennar með I Love to Love bauð Fálikinn henni plötusamning og fyrsta plata hennar sem hét einfaldlega Björk, kom út í desember 1977 þegar hún var tólf ára.

En hverfum aftur til Stundarinnar okkar árið áður með Björk og öðrum nemendum Barnamúsíkskólans árið 1976.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×