Barnaverndarstofa vottar verklagsreglur Vottanna Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. nóvember 2010 14:30 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndastofu, kallaði forsvarsmenn Votta Jehóva á sinn fund í dag. Mynd/ Hari. Verklagsreglur Votta Jehóva á Íslandi um meðferð kynferðisbrotamála sem upp kunna að koma innan safnaðarins eru í lagi, segir Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barnaverndarstofu. Hann átti fund með forsvarsmönnum Votta Jehóva eftir hádegi í dag vegna umfjöllunar Fréttatímans og RÚV um kynferðisbrotamál innan Votta Jehóva. „Okkur fannst rétt að glöggva okkur á því hvort þeir hefðu sett sér verklagsreglur varðandi tilkynningar á svona málum og i hvaða farveg þeim var þá beint," segir Bragi í samtali við Vísi. Hann segir að forstöðumenn safnaðarins hafi lagt fram gögn á fundinum, verklagsreglur og annað, sem þeir hafi kynnt í sínum safnaðardeildum.Eitt mál síðastliðinn áratug „Þeir viðurkenndu hvernig bregðast bæri við þegar að grunur léki á um að barn sætti ofbeldi eða vanrækslu af einhverju tagi. Okkur sýnist að þessar leiðbeiningar séu í fullu samræmi við ákvæði barnaverndalaga. Þar er lögð alveg sérstök áhersla á tilkynningaskyldu til barnaverndanefnda," segir Bragi. Forsvarsmenn safnaðarins hafi fullvissað sig um að eftir þessu væri farið. „Það kom nú reyndar lika fram hjá þeim að þetta væru mjög fá mál sem hefðu borist til þeirra á síðustu tíu árum," segir Bragi. Einungis væri vitað um eitt mál á síðastliðnum áratug. Bragi sagði að forsvarsmenn safnaðarins hefðu lagt áherslu eir lögðu áherslu á að í meðferð kynferðisbrotamála yrði farið eftir settum reglum. „Þannig að Barnaverndarstofa er mjög sátt við þeirra viðbrögð og skýringar," segir Bragi. Bragi segir að ekki séu uppi áform um að funda með fleiri trúfélögum. Tilefnið með fundinum við forsvarsmenn Votta Jehóva hafi verið að það mátti skilja af viðbrögðum í fjölmiðlum að forsvarsmenn safnaðarins skoðuðu mál sín sjálfir áður en að þau væru tilkynnt og taka sjálfir ákvarðanir um kæru eftir atvikum. „En samræða okkar leiddi það í ljós að það var alls ekki það sem þeir áttu við," segir Bragi. Verklagsreglur safnaðarins séu í raun hliðstæðar þeim verklagsreglum sem grunnskólar og heilbrigðisstofnanir hafi sett sér.Samfélagið meðvitað um skyldu sína Bragi segir að það það gleðji sig að samfélagið skuli vera orðið svo vel vakandi um sínar tilkynningaskyldur í kynferðisbrotamálum, líkt og fram hafi komið í samræðum við forsvarsmenn Votta Jehóva. „Það kom á óvart hvað þeir höfðu gert þetta vel í sínum ranni. Ég skal alveg játa það að ég vissi ekkert hverju ég átti von á," segir Bragi. Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Verklagsreglur Votta Jehóva á Íslandi um meðferð kynferðisbrotamála sem upp kunna að koma innan safnaðarins eru í lagi, segir Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barnaverndarstofu. Hann átti fund með forsvarsmönnum Votta Jehóva eftir hádegi í dag vegna umfjöllunar Fréttatímans og RÚV um kynferðisbrotamál innan Votta Jehóva. „Okkur fannst rétt að glöggva okkur á því hvort þeir hefðu sett sér verklagsreglur varðandi tilkynningar á svona málum og i hvaða farveg þeim var þá beint," segir Bragi í samtali við Vísi. Hann segir að forstöðumenn safnaðarins hafi lagt fram gögn á fundinum, verklagsreglur og annað, sem þeir hafi kynnt í sínum safnaðardeildum.Eitt mál síðastliðinn áratug „Þeir viðurkenndu hvernig bregðast bæri við þegar að grunur léki á um að barn sætti ofbeldi eða vanrækslu af einhverju tagi. Okkur sýnist að þessar leiðbeiningar séu í fullu samræmi við ákvæði barnaverndalaga. Þar er lögð alveg sérstök áhersla á tilkynningaskyldu til barnaverndanefnda," segir Bragi. Forsvarsmenn safnaðarins hafi fullvissað sig um að eftir þessu væri farið. „Það kom nú reyndar lika fram hjá þeim að þetta væru mjög fá mál sem hefðu borist til þeirra á síðustu tíu árum," segir Bragi. Einungis væri vitað um eitt mál á síðastliðnum áratug. Bragi sagði að forsvarsmenn safnaðarins hefðu lagt áherslu eir lögðu áherslu á að í meðferð kynferðisbrotamála yrði farið eftir settum reglum. „Þannig að Barnaverndarstofa er mjög sátt við þeirra viðbrögð og skýringar," segir Bragi. Bragi segir að ekki séu uppi áform um að funda með fleiri trúfélögum. Tilefnið með fundinum við forsvarsmenn Votta Jehóva hafi verið að það mátti skilja af viðbrögðum í fjölmiðlum að forsvarsmenn safnaðarins skoðuðu mál sín sjálfir áður en að þau væru tilkynnt og taka sjálfir ákvarðanir um kæru eftir atvikum. „En samræða okkar leiddi það í ljós að það var alls ekki það sem þeir áttu við," segir Bragi. Verklagsreglur safnaðarins séu í raun hliðstæðar þeim verklagsreglum sem grunnskólar og heilbrigðisstofnanir hafi sett sér.Samfélagið meðvitað um skyldu sína Bragi segir að það það gleðji sig að samfélagið skuli vera orðið svo vel vakandi um sínar tilkynningaskyldur í kynferðisbrotamálum, líkt og fram hafi komið í samræðum við forsvarsmenn Votta Jehóva. „Það kom á óvart hvað þeir höfðu gert þetta vel í sínum ranni. Ég skal alveg játa það að ég vissi ekkert hverju ég átti von á," segir Bragi.
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira