Innlent

Barist við Lúpínu í Þórsmörk - best að efla birkiskóginn

Sumum þykir Lúpína algjört lýti, enda litsterk planta sem breytir ásýnd stórra svæða fái hún að blómstra óheft.
Sumum þykir Lúpína algjört lýti, enda litsterk planta sem breytir ásýnd stórra svæða fái hún að blómstra óheft.
Tilraun til þess að stemma stigu við útbreiðslu Lúpínunnar í Þórsmörk með eitri árið 2009 mistókst gjörsamlega að sögn Svandísar Svavarsdóttur, umhverfis- og auðlindarráðherra. Þetta kom fram í svari hennar við fyrirspurn Unnar Brá Konráðsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins á Alþingi í dag, um aðgerðir sem hafa verið gripið til þess að hefta útbreiðslu þessarar lífseigu plöntu í Þórsmörk.

Unnur Brá sagði það umhugsunarvert að Landgræðsla Ríkisins hafi notað eitur til þess að hefta útbreiðslu plöntunnar í Þórsmörk en eitrið drepur auðvitað allt sem fyrir verður. Og raunar vildi Jón Kr. Arnarsson, varaþingmaður Hreyfingarinnar, meina að eitrið auðveldaði raunar útbreiðslu Lúpínunnar, þar sem samkeppninni væri raunar rutt úr vegi.

Svandís tók undir gagnrýni Unnar að hluta til að það væri umhugsunarvert hvernig eitri væri beitt á svona svæðum, sérstaklega Þórsmörk sem þykir mikil náttúruperla. Hún sagðist aftur á móti bera fullt traust til Landgræðslu ríkisins og sérfræðinga á þeirra vegum, en tilraun var gerð með eitrinu á litlu svæði, skemmst er frá því að segja að sú tilraun mistókst algjörlega.

Svandís sagði hinsvegar að Skógrækt ríkisins reyndi nú að efla birkiskóg með áburðargjöf en nú er það talin besta leiðin til þess að hefta útbreiðslu lúpínunnar sem virðist ekki vaxa inn í skógum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×