Innlent

Barinn í höfuðið með járnstöngum - fíkniefnatengd árás

Sviðsett mynd úr safni / Stefán
Þrír menn réðust inn á heimili við Presthúsabraut á Akranesi á föstudagskvöldið og börðu húsráðanda með járnstöngum, meðal annars í höfuðið. Ung kona sem einnig var á staðnum var sömuleiðis barin en slapp mun betur.

Lögregla var kölluð á staðinn um klukkan hálf tíu á föstudagskvöldið. Húsráðandinn og konan voru flutt á sjúkrahús til skoðunar, og maðurinn lagður inn til frekari rannsóknar.

Tveir menn voru fljótlega handteknir  vegna málsins og sá þriðji um hádegi á laugardag.  Þeir voru yfirheyrðir og játuðu verknaðinn.  Allir höfðu þeir verið vopnaðir járnbareflum sem þeir notuð við að berja á húsráðandanum.

Ástæða árásarinnar er á reiki, en mun vera tengd fíkniefnum samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Árásarmennirnir voru allir látnir lausir á laugardagskvöld eftir skýrslutökur og er málið talið upplýst



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×