Fótbolti

Barcelona-stjörnurnar töluðu kínversku | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Samsett
Barcelona á mikið af stuðningsmönnum í Kína og félagið því fékk stjörnuleikmenn liðsins til að senda skemmtilega nýárskveðju til Kína.

Barcelona og Real Madrid hafa eins og fleiri risafélög í Evrópu reynt að markaðssetja sig á hinum risavaxna kínverska markaði en oft eru Spánverjar að spila fyrir hádegi um helgar svo að áhorfendur í Asíu geti notið leiksins á góðum tíma.

Það þarf því ekki að koma mikið á óvart að Barcelona reyni áfram að styrkja tengslin við aðdáendur sína í Kína.

Það er komið fram í lok janúar og einhver gæti haldið að Barcelona væri svolítið seint á ferðinni en svo er þó ekki.

Barcelona-leikmennirnir voru þarna að óska Kínverjum gleðilegs nýs árs en „Ár hanans“ rann upp upp um helgina. „Ár hanans“ tók við af ári „Ári apans“ 28. janúar síðastliðinn.

Lionel Messi, Neymar og Luis Suarez fóru allir með kveðju á kínversku eins og nokkrir liðsfélagar þeirra gerðu líka en hér fyrir neðan má sjá bæði kveðjuna (með enskum texta) sem og myndband um gerð myndbandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×