Fótbolti

Barcelona með pálmann í höndunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lionel Messi, leikmaður Barcelona, fagnar marki sínu í dag.
Lionel Messi, leikmaður Barcelona, fagnar marki sínu í dag. vísir/getty
Barcelona stendur ansi vel að vígi í spænsku úrvalsdeildinni þegar aðeins ein umferð er eftir.

Barcelona lagði nágranna sína í Espanyol, 5-0, í dag og er með eins stigs forskot á Real Madrid. Atletico Madrid missteig sig og er þrem stigum á eftir Barcelona.

Luis Suarez skoraði tvö mörk fyrir Barca í dag og þeir Lionel Messi, Rafinha og Neymar komust einnig á blað.

Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk fyrir Real Madrid í 3-2 sigri á Valencia og er búinn að skora yfir 200 mörk fyrir Real Madrid á Santiago Bernabeau.

Karim Benzema komst einnig á blað. Rodrigo og Andre Gomes skoruðu mörk Valencia í leiknum.

Atletico sótti Levante heim og tapaði mjög óvænt, 2-1. Sigurmark Levante kom í uppbótartíma og titilvonir Atletico farnar út um gluggann.

Barcelona á útileik gegn Granada í lokaumferðinni. Á sama tíma á Real útileik gegn Deportivo en Atletico á heimaleik gegn Celta de Vigo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×