Fótbolti

Barcelona á flesta uppalda leikmenn í bestu deildum Evrópu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andres Iniesta og Lionel Messi.
Andres Iniesta og Lionel Messi. Vísir/Getty
Unglingastarf Barcelona hefur skilað flestum leikmönnum inn í bestu deildir Evrópu í dag samkvæmt nýrri rannsókn hjá CIES Football Observatory.

Alls eru 43 leikmenn að spila í bestu deildum Evrópu sem fóru á sínum tíma í gegnum La Masia akademíuna hjá Barcelona en þá er verið að tala um toppdeildarnar í England, Þýskalandi, Ítalíu, Frakklandi og á Spáni.

Manchester United er í öðru sæti á þessum lista með 36 leikmenn, tveimur fleiri en Real Madrid sem er með 34 uppalda leikmenn sem eru að spila í einni af fimm bestu deildum Evrópu. Real Madrid er aftur á móti í öðru sæti yfir uppalda leikmenn sem eru að spila með öðrum félögum.

Þrettán af umræddum 43 leikmönnum Barcelona eru enn að spila með félaginu en 30 leikmenn eru að spila annarsstaðar og þar á meðal eru menn eins og Cesc Fabregas (Chelsea), Thiago Alcantara (Bayern München), Christian Tello (Porto) og Stoke-leikmennirnir Bojan Krkic og Marc Muniesa.

Arsenal kemur næst á eftir Manchester United í framleiðslunni af ensku liðunum en 15 af 22 uppöldum leikmönnum Arsenal eru ekki að spila með félaginu. Aston Villa er þriðja hæsta enska liðið og Manchester City, Chelsea og Tottenham hafa síðan öll skilað tólf leikmönnum en Liverpool er hvergi sjáanlegt á topplistanum,

Flestir uppaldir leikmenn í einni af fimm bestu deildum Evrópu:

1. Barcelona, Spáni 43

2. Manchester United, Englandi 36

3. Real Madrid, Spáni 34

4. Lyon, Frakklandi 33

5. Paris Saint Germain, Frakklandi, 27

6. Athletic Bilbao, Spáni 24

6. Real Sociedad, Spáni 24

6. Stade Rennais, Frakklandi 24

9. Bordeaux, Frakklandi 22

9.Lens, Frakklandi 22

9. Arsenal, Englandi 22

9. Atalanta, Ítalíu 22

Hér fyrir neðan má síðan sjá töflu sem fylgdi frétt ESPN um þessa nýju rannsókn en þar eru öll liðin sem hafa skilað leikmönnum inn í bestu deildir Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×