Erlent

Baráttumaðurinn Tom Hayden er látinn

Atli ísleifsson skrifar
Tom Hayden var kvæntur leikkonunni Jane Fonda á árunum 1973 til 1990.
Tom Hayden var kvæntur leikkonunni Jane Fonda á árunum 1973 til 1990. Vísir/Getty
Bandaríski baráttumaðurinn Tom Hayden er látinn, 76 ára að aldri. Hayden var lengi virkur í baráttunni fyrir friði og mannréttindum og var einn stofnenda stúdentasamtaka sem börðust harkalega gegn stríði og með verndun mannréttinda á sjöunda áratugnum.

Auk þess að vera virkur baráttumaður var Hayden þekktur fyrir að vera eiginmaður leikkonunnar Jane Fonda á árunum 1973 til 1990.

Hayden var einn af átta mönnum sem voru handteknir eftir mótmæli gegn Víetnamstríðinu á flokksþingi Demókrataflokksins í Chicago 1968. Hann var sýknaður af öllum ákæruliðum.

Í frétt BBC kemur fram að Hayden hafi setið á Kaliforníuþingi um nærri tveggja áratuga skeið. Hann skrifaði rúmlega tuttugu bækur og var virkur í baráttu sinni allt fram á síðasta dag. Fyrir um viku lýsti hann stuðningi við fréttakonuna Amy Goodman eftir að hún greindi frá mótmælum hóps gegn lagningu olíuleiðslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×