Bannað að mismuna eftir trúarbrögðum 24. febrúar 2013 09:20 Ásdís Halla Bragadóttir, Sjálfstæðismaður og fyrrum bæjarstjóri í Garðabæ, segir að Landsfundur flokks síns þurfi að afturkalla ályktun um kristin gildi sem samþykkt var á fundinum í gær. Í ályktuninni, sem allsherjar- og menntamálanefnd fundarins lagði grunn að í gær, segir að „kristin gildi séu þjóðinni til góðs nú sem aldrei fyrr". Mikilvægt sé að ríkisvaldið standi full skil á félagsgjöldum (sóknargjöldum) til þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga. „Öll lagasetning skal ávallt taka mið af kristnum gildum og hefðum þegar það á við." Ásdís Halla var ekki viðstödd umræðu um ályktunina á fundinum í gær. Hún hafði hins vegar lesið fréttir af henni í fjölmiðlum og tjáði sig á Facebook í kjölfarið. „Í sjálfri stjórnarskránni er lagt bann við því að fólki sé mismunað eftir trúarbrögðum. Ályktun þar sem kveðið er á um það að ,,kristin gildi ráði við lagasetningu" stenst ekki stjórnarskrá og hana þarf Landsfundur Sjálfstæðisflokksins að afturkalla með afgerandi hætti!" Í 64. grein Stjórnarskrár segir: Enginn má neins í missa af borgaralegum og þjóðlegum réttindum fyrir sakir trúarbragða sinna... Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður Heimdallar (félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, lagði til á fundinum í gær fyrir hönd ungra Sjálfstæðismanna að setningin varðandi kristin gildi yrðu felld niður. Var breytingartillagan lögð fyrir fundinn en felld eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi frá fundinum sem Lára Hanna Einarsdóttir tók saman. Áslaug Arna ítrekaði skoðun sína á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi þar sem hún sagðist vera hneyksluð á ályktun fundarins. „Lagasetning á aldrei að taka mið af trúarbrögðum og þingmenn eiga alltaf að vera þingmenn einstaklinga ekki trúarbragða." Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fleiri fréttir Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Sjá meira
Ásdís Halla Bragadóttir, Sjálfstæðismaður og fyrrum bæjarstjóri í Garðabæ, segir að Landsfundur flokks síns þurfi að afturkalla ályktun um kristin gildi sem samþykkt var á fundinum í gær. Í ályktuninni, sem allsherjar- og menntamálanefnd fundarins lagði grunn að í gær, segir að „kristin gildi séu þjóðinni til góðs nú sem aldrei fyrr". Mikilvægt sé að ríkisvaldið standi full skil á félagsgjöldum (sóknargjöldum) til þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga. „Öll lagasetning skal ávallt taka mið af kristnum gildum og hefðum þegar það á við." Ásdís Halla var ekki viðstödd umræðu um ályktunina á fundinum í gær. Hún hafði hins vegar lesið fréttir af henni í fjölmiðlum og tjáði sig á Facebook í kjölfarið. „Í sjálfri stjórnarskránni er lagt bann við því að fólki sé mismunað eftir trúarbrögðum. Ályktun þar sem kveðið er á um það að ,,kristin gildi ráði við lagasetningu" stenst ekki stjórnarskrá og hana þarf Landsfundur Sjálfstæðisflokksins að afturkalla með afgerandi hætti!" Í 64. grein Stjórnarskrár segir: Enginn má neins í missa af borgaralegum og þjóðlegum réttindum fyrir sakir trúarbragða sinna... Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður Heimdallar (félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, lagði til á fundinum í gær fyrir hönd ungra Sjálfstæðismanna að setningin varðandi kristin gildi yrðu felld niður. Var breytingartillagan lögð fyrir fundinn en felld eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi frá fundinum sem Lára Hanna Einarsdóttir tók saman. Áslaug Arna ítrekaði skoðun sína á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi þar sem hún sagðist vera hneyksluð á ályktun fundarins. „Lagasetning á aldrei að taka mið af trúarbrögðum og þingmenn eiga alltaf að vera þingmenn einstaklinga ekki trúarbragða."
Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fleiri fréttir Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Sjá meira