Innlent

Bann við áfengisauglýsingum óframkvæmanlegt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Almar Guðmundsson.
Almar Guðmundsson.
Bann við áfengisauglýsingum er ekki framkvæmanlegt, segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.

Áfengisauglýsingin má birtast í CNN en ekki ÍNN og það kannski segir ágætlega í hvaða vandræðum stjórnvöld eru í þessum málum. Það þýðir auðvitað að erlendir aðilar mega kynna sig en ekki nnlendir,” sagði Almar Guðmundsson í samtali við Reykjavík Síðdegis í gær.

Hann segir að með því að herða bann við áfengisauglýsingum eins og nú er stefnt að samkvæmt nýju frumvarpi, sé einungis verið að skekkja samkeppnisstöðu innlendra og erlendra framleiðenda.

Almar segir að enginn deili um það að áfengisneysla geti verið skaðleg. Hins vegar verði að tryggja að þau markmið sem eru sett náist þegar aðgengi að áfengi sé takmarkað og tryggt sé að áfengi verði ekki að of mikilli meinsemd. Hann efast um að þau markmið náist með auglýsingabanninu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×