Bankamenn eru ekki allir eins Ari Skúlason skrifar 9. mars 2016 07:00 Umræðan í þjóðfélaginu um bankana er stundum mótsagnakennd. Almennt er talið að bankarnir séu of margir og starfsmennirnir líka. Samtímis koma fram háværar kvartanir vegna hagræðingaraðgerða eins og fækkunar afgreiðslustaða. Vanlíðan og óöryggi hefur einkennt starfsfólk bankanna síðustu ár. Starfsfólk hefur horft upp á síendurteknar uppsagnir og skipulagsbreytingar sem virðast aldrei ætla að taka enda. T.d. er sífelld umræða í gangi um að fækka þurfi gjaldkerum og að tæknin og sjálfsafgreiðslulausnir eigi að taka við. Í grimmari orðræðu er viðtekin skoðun að bankarnir séu okurstofnanir og að bankamenn séu „glæpamenn“ upp til hópa. Í október 2009 lét þáverandi ráðherra bankamála, Gylfi Magnússon, hafa eftir sér að íslenskir bankamenn hafi verið þeir verstu í heimi. Ég mótmælti orðum Gylfa á sínum tíma og hann dró í land og sagðist hafa átt við stjórnendur bankanna fyrir hrun. Þetta er einmitt meinið. Í mestallri umræðu um bankana er fjallað um stjórnendur og starfsmenn þeirra undir sama hatti og enginn greinarmunur gerður þar á. Margir taka sér skotleyfi gagnvart starfsmönnum bankanna og þá skiptir engu hvort þeir séu háir eða lágir, stjórar eða gjaldkerar, allir eru yfirleitt settir undir sama hatt. Í nýlegri umfjöllun Kjarnans um greiðslu bónusa til 20-30 starfsmanna ALMC var talað um „fífldirfsku og glórulausar ákvarðanir bankamanna á árunum fyrir hrun“. Nákvæmara og mun sanngjarnara hefði verið að tala um stjórnendur og eigendur bankanna í stað allra bankamanna. Flestir starfsmenn bankanna hafa aldrei fengið neina bónusa og eru á svipuðum launakjörum og starfsmenn annarra fyrirtækja. Það er því ekki sanngjarnt að hafa þá alla undir í umræðu eins og þessari.Sjálfstæður skotspónn Það voru almennir starfsmenn bankanna sem stóðu í forsvari gagnvart viðskiptavinum vegna vandamála hrunsins og þeir voru oft ekki í skárri stöðu sjálfir en fólkið sem þeir voru að þjóna. Engu að síður er þetta fólk sífellt sjálfstæður skotspónn sem má tala illa um og gera grín að. Annað dæmi, sem mörgum kann að finnast meinlaus brandari, er frétt um veitingastað í Frakklandi sem mbl.is birti þann 17. febrúar. Fréttin gekk út á að veitingamaður hafði komið fyrir skilti þar sem stóð: „Hundar velkomnir, bankamenn bannaðir.“ Ástæðan var sú að honum hafði verið synjað um lán hjá nokkrum bönkum. Hann setti alla bankamenn undir einn hatt og meinaði gjaldkerum og þjónustufulltrúum aðgang jafnt og stjórnendum bankanna. Margir telja þetta eflaust fínan nútímabrandara en hann særir þá starfsmenn bankanna sem þetta bitnar á að ósekju og er dæmi um það hvernig sífellt er vegið að almennum bankastarfsmönnum með ósanngjörnum hætti. Dæmin eru óteljandi. Í hvert skipti sem fólki finnst mistök gerð í starfsemi banka er almennu starfsfólki nuddað upp úr málunum án þess að það hafi nokkuð komið að þeim. Fólki finnst þetta fyndið og eðlilegt. Engum dettur í hug að gera almenna starfsmenn sjávarútvegsfyrirtækja ábyrga fyrir því þegar útgerðin kaupir eða selur kvóta. En það virðast gilda önnur lögmál um starfsmenn bankanna, það er sjálfsagt að hafa þá í skotlínu varðandi allt sem er í umræðunni um starfsemi þeirra. Mér finnst þetta ósanngjörn orðræða sem bitnar á starfsfólki sem vinnur störf sín eins vel og unnt er. Það er enginn munur á bankastarfsmönnum og öðru fólki í götunni okkar, nema þá kannski að það fær yfirleitt að heyra niðrandi tón um störf sín og fær á sig ásakanir sem það á alls ekki skilið. Það er óskandi að umræða um bankamenn verði málefnalegri og skynsamlegri og að hætt verði að setja þá alla undir sama (gamla) hattinn. Þeirri ósk er einkum beint til fjölmiðla og stjórnmálamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Umræðan í þjóðfélaginu um bankana er stundum mótsagnakennd. Almennt er talið að bankarnir séu of margir og starfsmennirnir líka. Samtímis koma fram háværar kvartanir vegna hagræðingaraðgerða eins og fækkunar afgreiðslustaða. Vanlíðan og óöryggi hefur einkennt starfsfólk bankanna síðustu ár. Starfsfólk hefur horft upp á síendurteknar uppsagnir og skipulagsbreytingar sem virðast aldrei ætla að taka enda. T.d. er sífelld umræða í gangi um að fækka þurfi gjaldkerum og að tæknin og sjálfsafgreiðslulausnir eigi að taka við. Í grimmari orðræðu er viðtekin skoðun að bankarnir séu okurstofnanir og að bankamenn séu „glæpamenn“ upp til hópa. Í október 2009 lét þáverandi ráðherra bankamála, Gylfi Magnússon, hafa eftir sér að íslenskir bankamenn hafi verið þeir verstu í heimi. Ég mótmælti orðum Gylfa á sínum tíma og hann dró í land og sagðist hafa átt við stjórnendur bankanna fyrir hrun. Þetta er einmitt meinið. Í mestallri umræðu um bankana er fjallað um stjórnendur og starfsmenn þeirra undir sama hatti og enginn greinarmunur gerður þar á. Margir taka sér skotleyfi gagnvart starfsmönnum bankanna og þá skiptir engu hvort þeir séu háir eða lágir, stjórar eða gjaldkerar, allir eru yfirleitt settir undir sama hatt. Í nýlegri umfjöllun Kjarnans um greiðslu bónusa til 20-30 starfsmanna ALMC var talað um „fífldirfsku og glórulausar ákvarðanir bankamanna á árunum fyrir hrun“. Nákvæmara og mun sanngjarnara hefði verið að tala um stjórnendur og eigendur bankanna í stað allra bankamanna. Flestir starfsmenn bankanna hafa aldrei fengið neina bónusa og eru á svipuðum launakjörum og starfsmenn annarra fyrirtækja. Það er því ekki sanngjarnt að hafa þá alla undir í umræðu eins og þessari.Sjálfstæður skotspónn Það voru almennir starfsmenn bankanna sem stóðu í forsvari gagnvart viðskiptavinum vegna vandamála hrunsins og þeir voru oft ekki í skárri stöðu sjálfir en fólkið sem þeir voru að þjóna. Engu að síður er þetta fólk sífellt sjálfstæður skotspónn sem má tala illa um og gera grín að. Annað dæmi, sem mörgum kann að finnast meinlaus brandari, er frétt um veitingastað í Frakklandi sem mbl.is birti þann 17. febrúar. Fréttin gekk út á að veitingamaður hafði komið fyrir skilti þar sem stóð: „Hundar velkomnir, bankamenn bannaðir.“ Ástæðan var sú að honum hafði verið synjað um lán hjá nokkrum bönkum. Hann setti alla bankamenn undir einn hatt og meinaði gjaldkerum og þjónustufulltrúum aðgang jafnt og stjórnendum bankanna. Margir telja þetta eflaust fínan nútímabrandara en hann særir þá starfsmenn bankanna sem þetta bitnar á að ósekju og er dæmi um það hvernig sífellt er vegið að almennum bankastarfsmönnum með ósanngjörnum hætti. Dæmin eru óteljandi. Í hvert skipti sem fólki finnst mistök gerð í starfsemi banka er almennu starfsfólki nuddað upp úr málunum án þess að það hafi nokkuð komið að þeim. Fólki finnst þetta fyndið og eðlilegt. Engum dettur í hug að gera almenna starfsmenn sjávarútvegsfyrirtækja ábyrga fyrir því þegar útgerðin kaupir eða selur kvóta. En það virðast gilda önnur lögmál um starfsmenn bankanna, það er sjálfsagt að hafa þá í skotlínu varðandi allt sem er í umræðunni um starfsemi þeirra. Mér finnst þetta ósanngjörn orðræða sem bitnar á starfsfólki sem vinnur störf sín eins vel og unnt er. Það er enginn munur á bankastarfsmönnum og öðru fólki í götunni okkar, nema þá kannski að það fær yfirleitt að heyra niðrandi tón um störf sín og fær á sig ásakanir sem það á alls ekki skilið. Það er óskandi að umræða um bankamenn verði málefnalegri og skynsamlegri og að hætt verði að setja þá alla undir sama (gamla) hattinn. Þeirri ósk er einkum beint til fjölmiðla og stjórnmálamanna.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun