Bankamenn eru ekki allir eins Ari Skúlason skrifar 9. mars 2016 07:00 Umræðan í þjóðfélaginu um bankana er stundum mótsagnakennd. Almennt er talið að bankarnir séu of margir og starfsmennirnir líka. Samtímis koma fram háværar kvartanir vegna hagræðingaraðgerða eins og fækkunar afgreiðslustaða. Vanlíðan og óöryggi hefur einkennt starfsfólk bankanna síðustu ár. Starfsfólk hefur horft upp á síendurteknar uppsagnir og skipulagsbreytingar sem virðast aldrei ætla að taka enda. T.d. er sífelld umræða í gangi um að fækka þurfi gjaldkerum og að tæknin og sjálfsafgreiðslulausnir eigi að taka við. Í grimmari orðræðu er viðtekin skoðun að bankarnir séu okurstofnanir og að bankamenn séu „glæpamenn“ upp til hópa. Í október 2009 lét þáverandi ráðherra bankamála, Gylfi Magnússon, hafa eftir sér að íslenskir bankamenn hafi verið þeir verstu í heimi. Ég mótmælti orðum Gylfa á sínum tíma og hann dró í land og sagðist hafa átt við stjórnendur bankanna fyrir hrun. Þetta er einmitt meinið. Í mestallri umræðu um bankana er fjallað um stjórnendur og starfsmenn þeirra undir sama hatti og enginn greinarmunur gerður þar á. Margir taka sér skotleyfi gagnvart starfsmönnum bankanna og þá skiptir engu hvort þeir séu háir eða lágir, stjórar eða gjaldkerar, allir eru yfirleitt settir undir sama hatt. Í nýlegri umfjöllun Kjarnans um greiðslu bónusa til 20-30 starfsmanna ALMC var talað um „fífldirfsku og glórulausar ákvarðanir bankamanna á árunum fyrir hrun“. Nákvæmara og mun sanngjarnara hefði verið að tala um stjórnendur og eigendur bankanna í stað allra bankamanna. Flestir starfsmenn bankanna hafa aldrei fengið neina bónusa og eru á svipuðum launakjörum og starfsmenn annarra fyrirtækja. Það er því ekki sanngjarnt að hafa þá alla undir í umræðu eins og þessari.Sjálfstæður skotspónn Það voru almennir starfsmenn bankanna sem stóðu í forsvari gagnvart viðskiptavinum vegna vandamála hrunsins og þeir voru oft ekki í skárri stöðu sjálfir en fólkið sem þeir voru að þjóna. Engu að síður er þetta fólk sífellt sjálfstæður skotspónn sem má tala illa um og gera grín að. Annað dæmi, sem mörgum kann að finnast meinlaus brandari, er frétt um veitingastað í Frakklandi sem mbl.is birti þann 17. febrúar. Fréttin gekk út á að veitingamaður hafði komið fyrir skilti þar sem stóð: „Hundar velkomnir, bankamenn bannaðir.“ Ástæðan var sú að honum hafði verið synjað um lán hjá nokkrum bönkum. Hann setti alla bankamenn undir einn hatt og meinaði gjaldkerum og þjónustufulltrúum aðgang jafnt og stjórnendum bankanna. Margir telja þetta eflaust fínan nútímabrandara en hann særir þá starfsmenn bankanna sem þetta bitnar á að ósekju og er dæmi um það hvernig sífellt er vegið að almennum bankastarfsmönnum með ósanngjörnum hætti. Dæmin eru óteljandi. Í hvert skipti sem fólki finnst mistök gerð í starfsemi banka er almennu starfsfólki nuddað upp úr málunum án þess að það hafi nokkuð komið að þeim. Fólki finnst þetta fyndið og eðlilegt. Engum dettur í hug að gera almenna starfsmenn sjávarútvegsfyrirtækja ábyrga fyrir því þegar útgerðin kaupir eða selur kvóta. En það virðast gilda önnur lögmál um starfsmenn bankanna, það er sjálfsagt að hafa þá í skotlínu varðandi allt sem er í umræðunni um starfsemi þeirra. Mér finnst þetta ósanngjörn orðræða sem bitnar á starfsfólki sem vinnur störf sín eins vel og unnt er. Það er enginn munur á bankastarfsmönnum og öðru fólki í götunni okkar, nema þá kannski að það fær yfirleitt að heyra niðrandi tón um störf sín og fær á sig ásakanir sem það á alls ekki skilið. Það er óskandi að umræða um bankamenn verði málefnalegri og skynsamlegri og að hætt verði að setja þá alla undir sama (gamla) hattinn. Þeirri ósk er einkum beint til fjölmiðla og stjórnmálamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Sjá meira
Umræðan í þjóðfélaginu um bankana er stundum mótsagnakennd. Almennt er talið að bankarnir séu of margir og starfsmennirnir líka. Samtímis koma fram háværar kvartanir vegna hagræðingaraðgerða eins og fækkunar afgreiðslustaða. Vanlíðan og óöryggi hefur einkennt starfsfólk bankanna síðustu ár. Starfsfólk hefur horft upp á síendurteknar uppsagnir og skipulagsbreytingar sem virðast aldrei ætla að taka enda. T.d. er sífelld umræða í gangi um að fækka þurfi gjaldkerum og að tæknin og sjálfsafgreiðslulausnir eigi að taka við. Í grimmari orðræðu er viðtekin skoðun að bankarnir séu okurstofnanir og að bankamenn séu „glæpamenn“ upp til hópa. Í október 2009 lét þáverandi ráðherra bankamála, Gylfi Magnússon, hafa eftir sér að íslenskir bankamenn hafi verið þeir verstu í heimi. Ég mótmælti orðum Gylfa á sínum tíma og hann dró í land og sagðist hafa átt við stjórnendur bankanna fyrir hrun. Þetta er einmitt meinið. Í mestallri umræðu um bankana er fjallað um stjórnendur og starfsmenn þeirra undir sama hatti og enginn greinarmunur gerður þar á. Margir taka sér skotleyfi gagnvart starfsmönnum bankanna og þá skiptir engu hvort þeir séu háir eða lágir, stjórar eða gjaldkerar, allir eru yfirleitt settir undir sama hatt. Í nýlegri umfjöllun Kjarnans um greiðslu bónusa til 20-30 starfsmanna ALMC var talað um „fífldirfsku og glórulausar ákvarðanir bankamanna á árunum fyrir hrun“. Nákvæmara og mun sanngjarnara hefði verið að tala um stjórnendur og eigendur bankanna í stað allra bankamanna. Flestir starfsmenn bankanna hafa aldrei fengið neina bónusa og eru á svipuðum launakjörum og starfsmenn annarra fyrirtækja. Það er því ekki sanngjarnt að hafa þá alla undir í umræðu eins og þessari.Sjálfstæður skotspónn Það voru almennir starfsmenn bankanna sem stóðu í forsvari gagnvart viðskiptavinum vegna vandamála hrunsins og þeir voru oft ekki í skárri stöðu sjálfir en fólkið sem þeir voru að þjóna. Engu að síður er þetta fólk sífellt sjálfstæður skotspónn sem má tala illa um og gera grín að. Annað dæmi, sem mörgum kann að finnast meinlaus brandari, er frétt um veitingastað í Frakklandi sem mbl.is birti þann 17. febrúar. Fréttin gekk út á að veitingamaður hafði komið fyrir skilti þar sem stóð: „Hundar velkomnir, bankamenn bannaðir.“ Ástæðan var sú að honum hafði verið synjað um lán hjá nokkrum bönkum. Hann setti alla bankamenn undir einn hatt og meinaði gjaldkerum og þjónustufulltrúum aðgang jafnt og stjórnendum bankanna. Margir telja þetta eflaust fínan nútímabrandara en hann særir þá starfsmenn bankanna sem þetta bitnar á að ósekju og er dæmi um það hvernig sífellt er vegið að almennum bankastarfsmönnum með ósanngjörnum hætti. Dæmin eru óteljandi. Í hvert skipti sem fólki finnst mistök gerð í starfsemi banka er almennu starfsfólki nuddað upp úr málunum án þess að það hafi nokkuð komið að þeim. Fólki finnst þetta fyndið og eðlilegt. Engum dettur í hug að gera almenna starfsmenn sjávarútvegsfyrirtækja ábyrga fyrir því þegar útgerðin kaupir eða selur kvóta. En það virðast gilda önnur lögmál um starfsmenn bankanna, það er sjálfsagt að hafa þá í skotlínu varðandi allt sem er í umræðunni um starfsemi þeirra. Mér finnst þetta ósanngjörn orðræða sem bitnar á starfsfólki sem vinnur störf sín eins vel og unnt er. Það er enginn munur á bankastarfsmönnum og öðru fólki í götunni okkar, nema þá kannski að það fær yfirleitt að heyra niðrandi tón um störf sín og fær á sig ásakanir sem það á alls ekki skilið. Það er óskandi að umræða um bankamenn verði málefnalegri og skynsamlegri og að hætt verði að setja þá alla undir sama (gamla) hattinn. Þeirri ósk er einkum beint til fjölmiðla og stjórnmálamanna.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar