Bandarískar vörur hækka með sterkara gengi dollars 17. janúar 2015 13:00 Amerískt morgunkorn er á meðal þess sem er keypt frá Bandaríkjunum. fréttablaðið/teitur Bandaríkjadalur er tíu prósent dýrari í dag en hann var fyrir þremur mánuðum. Þann 16. október kostaði hann 120 krónur en í gær kostaði hann 132 krónur. Á einum mánuði, eða frá 16. desember, hefur hann hækkað um rúm sex prósent. Regína Bjarnadóttir, forstöðumaður Greiningardeildar Arion banka, segir skýringuna á hækkun Bandaríkjadals aðallega vera þá að Seðlabankinn sé að halda gengi krónunnar stöðugu á móti evru og evran hafi ekki verið lægri í tíu ár á móti dollarnum. Lækkun evru gagnvart dollara hafi því áhrif á gengi krónu gagnvart dollara. Regína segir að samkvæmt viðskiptavog Seðlabankans fyrir árið 2014 hafi hlutfall evru í vöruskiptum Íslendinga verið 38 prósent en hlutfall Bandaríkjadals var 12%. „Seðlabankinn er að reyna að halda gengisstöðugleika og á meðan langstærsti hluti utanríkisviðskipta okkar er í evrum, þá skiptir evran langmestu máli í gengisvísitölunni,“ segir Regína. Þess vegna sé kapp lagt á að halda gengi krónu stöðugu gagnvart evrunni. „Það er verið að lækka hagvaxtarspár í Evrópu á meðan miklu meiri kraftur er í bandaríska hagkerfinu og það er að endurspeglast í genginu þar á milli,“ segir Regína. Hækkun dollara gæti haft áhrif á verð ákveðinna vara sem fluttar eru hingað inn. Ýmsar dagvörur sem seldar eru hér eru keyptar í Bandaríkjadölum og hugsanlegt að neytendur muni finna fyrir hækkuninni. „Við kaupum slatta af vörum, morgunkorn og snakk, örbylgjupopp, ananas, rúsínur. Þannig að við erum svolítið stór dollaraheildsala. En morgunkornið vegur þyngst,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sölustjóri hjá heildversluninni Nathan & Olsen. Fleiri heildverslanir kaupa inn í dollurum, svo sem Innnes og Aðföng. Þorsteinn segist vissulega finna fyrir styrkingu dollarans. „Heldur betur, hann hefur hækkað úr 111-12 frá miðju síðasta ári og upp í 130 rúmlega. Ég held að við höfum framkvæmt eina hækkun, um 4-5 prósent. Við erum að vakta og skoða og reyna að halda í okkur eins og hægt er. En það segir sig sjálft að það er ekki hægt endalaust,“ segir Þorsteinn.fréttablaðið/arnþór Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Bandaríkjadalur er tíu prósent dýrari í dag en hann var fyrir þremur mánuðum. Þann 16. október kostaði hann 120 krónur en í gær kostaði hann 132 krónur. Á einum mánuði, eða frá 16. desember, hefur hann hækkað um rúm sex prósent. Regína Bjarnadóttir, forstöðumaður Greiningardeildar Arion banka, segir skýringuna á hækkun Bandaríkjadals aðallega vera þá að Seðlabankinn sé að halda gengi krónunnar stöðugu á móti evru og evran hafi ekki verið lægri í tíu ár á móti dollarnum. Lækkun evru gagnvart dollara hafi því áhrif á gengi krónu gagnvart dollara. Regína segir að samkvæmt viðskiptavog Seðlabankans fyrir árið 2014 hafi hlutfall evru í vöruskiptum Íslendinga verið 38 prósent en hlutfall Bandaríkjadals var 12%. „Seðlabankinn er að reyna að halda gengisstöðugleika og á meðan langstærsti hluti utanríkisviðskipta okkar er í evrum, þá skiptir evran langmestu máli í gengisvísitölunni,“ segir Regína. Þess vegna sé kapp lagt á að halda gengi krónu stöðugu gagnvart evrunni. „Það er verið að lækka hagvaxtarspár í Evrópu á meðan miklu meiri kraftur er í bandaríska hagkerfinu og það er að endurspeglast í genginu þar á milli,“ segir Regína. Hækkun dollara gæti haft áhrif á verð ákveðinna vara sem fluttar eru hingað inn. Ýmsar dagvörur sem seldar eru hér eru keyptar í Bandaríkjadölum og hugsanlegt að neytendur muni finna fyrir hækkuninni. „Við kaupum slatta af vörum, morgunkorn og snakk, örbylgjupopp, ananas, rúsínur. Þannig að við erum svolítið stór dollaraheildsala. En morgunkornið vegur þyngst,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sölustjóri hjá heildversluninni Nathan & Olsen. Fleiri heildverslanir kaupa inn í dollurum, svo sem Innnes og Aðföng. Þorsteinn segist vissulega finna fyrir styrkingu dollarans. „Heldur betur, hann hefur hækkað úr 111-12 frá miðju síðasta ári og upp í 130 rúmlega. Ég held að við höfum framkvæmt eina hækkun, um 4-5 prósent. Við erum að vakta og skoða og reyna að halda í okkur eins og hægt er. En það segir sig sjálft að það er ekki hægt endalaust,“ segir Þorsteinn.fréttablaðið/arnþór
Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira