Bandarískar vörur hækka með sterkara gengi dollars 17. janúar 2015 13:00 Amerískt morgunkorn er á meðal þess sem er keypt frá Bandaríkjunum. fréttablaðið/teitur Bandaríkjadalur er tíu prósent dýrari í dag en hann var fyrir þremur mánuðum. Þann 16. október kostaði hann 120 krónur en í gær kostaði hann 132 krónur. Á einum mánuði, eða frá 16. desember, hefur hann hækkað um rúm sex prósent. Regína Bjarnadóttir, forstöðumaður Greiningardeildar Arion banka, segir skýringuna á hækkun Bandaríkjadals aðallega vera þá að Seðlabankinn sé að halda gengi krónunnar stöðugu á móti evru og evran hafi ekki verið lægri í tíu ár á móti dollarnum. Lækkun evru gagnvart dollara hafi því áhrif á gengi krónu gagnvart dollara. Regína segir að samkvæmt viðskiptavog Seðlabankans fyrir árið 2014 hafi hlutfall evru í vöruskiptum Íslendinga verið 38 prósent en hlutfall Bandaríkjadals var 12%. „Seðlabankinn er að reyna að halda gengisstöðugleika og á meðan langstærsti hluti utanríkisviðskipta okkar er í evrum, þá skiptir evran langmestu máli í gengisvísitölunni,“ segir Regína. Þess vegna sé kapp lagt á að halda gengi krónu stöðugu gagnvart evrunni. „Það er verið að lækka hagvaxtarspár í Evrópu á meðan miklu meiri kraftur er í bandaríska hagkerfinu og það er að endurspeglast í genginu þar á milli,“ segir Regína. Hækkun dollara gæti haft áhrif á verð ákveðinna vara sem fluttar eru hingað inn. Ýmsar dagvörur sem seldar eru hér eru keyptar í Bandaríkjadölum og hugsanlegt að neytendur muni finna fyrir hækkuninni. „Við kaupum slatta af vörum, morgunkorn og snakk, örbylgjupopp, ananas, rúsínur. Þannig að við erum svolítið stór dollaraheildsala. En morgunkornið vegur þyngst,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sölustjóri hjá heildversluninni Nathan & Olsen. Fleiri heildverslanir kaupa inn í dollurum, svo sem Innnes og Aðföng. Þorsteinn segist vissulega finna fyrir styrkingu dollarans. „Heldur betur, hann hefur hækkað úr 111-12 frá miðju síðasta ári og upp í 130 rúmlega. Ég held að við höfum framkvæmt eina hækkun, um 4-5 prósent. Við erum að vakta og skoða og reyna að halda í okkur eins og hægt er. En það segir sig sjálft að það er ekki hægt endalaust,“ segir Þorsteinn.fréttablaðið/arnþór Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Bandaríkjadalur er tíu prósent dýrari í dag en hann var fyrir þremur mánuðum. Þann 16. október kostaði hann 120 krónur en í gær kostaði hann 132 krónur. Á einum mánuði, eða frá 16. desember, hefur hann hækkað um rúm sex prósent. Regína Bjarnadóttir, forstöðumaður Greiningardeildar Arion banka, segir skýringuna á hækkun Bandaríkjadals aðallega vera þá að Seðlabankinn sé að halda gengi krónunnar stöðugu á móti evru og evran hafi ekki verið lægri í tíu ár á móti dollarnum. Lækkun evru gagnvart dollara hafi því áhrif á gengi krónu gagnvart dollara. Regína segir að samkvæmt viðskiptavog Seðlabankans fyrir árið 2014 hafi hlutfall evru í vöruskiptum Íslendinga verið 38 prósent en hlutfall Bandaríkjadals var 12%. „Seðlabankinn er að reyna að halda gengisstöðugleika og á meðan langstærsti hluti utanríkisviðskipta okkar er í evrum, þá skiptir evran langmestu máli í gengisvísitölunni,“ segir Regína. Þess vegna sé kapp lagt á að halda gengi krónu stöðugu gagnvart evrunni. „Það er verið að lækka hagvaxtarspár í Evrópu á meðan miklu meiri kraftur er í bandaríska hagkerfinu og það er að endurspeglast í genginu þar á milli,“ segir Regína. Hækkun dollara gæti haft áhrif á verð ákveðinna vara sem fluttar eru hingað inn. Ýmsar dagvörur sem seldar eru hér eru keyptar í Bandaríkjadölum og hugsanlegt að neytendur muni finna fyrir hækkuninni. „Við kaupum slatta af vörum, morgunkorn og snakk, örbylgjupopp, ananas, rúsínur. Þannig að við erum svolítið stór dollaraheildsala. En morgunkornið vegur þyngst,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sölustjóri hjá heildversluninni Nathan & Olsen. Fleiri heildverslanir kaupa inn í dollurum, svo sem Innnes og Aðföng. Þorsteinn segist vissulega finna fyrir styrkingu dollarans. „Heldur betur, hann hefur hækkað úr 111-12 frá miðju síðasta ári og upp í 130 rúmlega. Ég held að við höfum framkvæmt eina hækkun, um 4-5 prósent. Við erum að vakta og skoða og reyna að halda í okkur eins og hægt er. En það segir sig sjálft að það er ekki hægt endalaust,“ segir Þorsteinn.fréttablaðið/arnþór
Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira