Bandarískar vörur hækka með sterkara gengi dollars 17. janúar 2015 13:00 Amerískt morgunkorn er á meðal þess sem er keypt frá Bandaríkjunum. fréttablaðið/teitur Bandaríkjadalur er tíu prósent dýrari í dag en hann var fyrir þremur mánuðum. Þann 16. október kostaði hann 120 krónur en í gær kostaði hann 132 krónur. Á einum mánuði, eða frá 16. desember, hefur hann hækkað um rúm sex prósent. Regína Bjarnadóttir, forstöðumaður Greiningardeildar Arion banka, segir skýringuna á hækkun Bandaríkjadals aðallega vera þá að Seðlabankinn sé að halda gengi krónunnar stöðugu á móti evru og evran hafi ekki verið lægri í tíu ár á móti dollarnum. Lækkun evru gagnvart dollara hafi því áhrif á gengi krónu gagnvart dollara. Regína segir að samkvæmt viðskiptavog Seðlabankans fyrir árið 2014 hafi hlutfall evru í vöruskiptum Íslendinga verið 38 prósent en hlutfall Bandaríkjadals var 12%. „Seðlabankinn er að reyna að halda gengisstöðugleika og á meðan langstærsti hluti utanríkisviðskipta okkar er í evrum, þá skiptir evran langmestu máli í gengisvísitölunni,“ segir Regína. Þess vegna sé kapp lagt á að halda gengi krónu stöðugu gagnvart evrunni. „Það er verið að lækka hagvaxtarspár í Evrópu á meðan miklu meiri kraftur er í bandaríska hagkerfinu og það er að endurspeglast í genginu þar á milli,“ segir Regína. Hækkun dollara gæti haft áhrif á verð ákveðinna vara sem fluttar eru hingað inn. Ýmsar dagvörur sem seldar eru hér eru keyptar í Bandaríkjadölum og hugsanlegt að neytendur muni finna fyrir hækkuninni. „Við kaupum slatta af vörum, morgunkorn og snakk, örbylgjupopp, ananas, rúsínur. Þannig að við erum svolítið stór dollaraheildsala. En morgunkornið vegur þyngst,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sölustjóri hjá heildversluninni Nathan & Olsen. Fleiri heildverslanir kaupa inn í dollurum, svo sem Innnes og Aðföng. Þorsteinn segist vissulega finna fyrir styrkingu dollarans. „Heldur betur, hann hefur hækkað úr 111-12 frá miðju síðasta ári og upp í 130 rúmlega. Ég held að við höfum framkvæmt eina hækkun, um 4-5 prósent. Við erum að vakta og skoða og reyna að halda í okkur eins og hægt er. En það segir sig sjálft að það er ekki hægt endalaust,“ segir Þorsteinn.fréttablaðið/arnþór Mest lesið Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Bandaríkjadalur er tíu prósent dýrari í dag en hann var fyrir þremur mánuðum. Þann 16. október kostaði hann 120 krónur en í gær kostaði hann 132 krónur. Á einum mánuði, eða frá 16. desember, hefur hann hækkað um rúm sex prósent. Regína Bjarnadóttir, forstöðumaður Greiningardeildar Arion banka, segir skýringuna á hækkun Bandaríkjadals aðallega vera þá að Seðlabankinn sé að halda gengi krónunnar stöðugu á móti evru og evran hafi ekki verið lægri í tíu ár á móti dollarnum. Lækkun evru gagnvart dollara hafi því áhrif á gengi krónu gagnvart dollara. Regína segir að samkvæmt viðskiptavog Seðlabankans fyrir árið 2014 hafi hlutfall evru í vöruskiptum Íslendinga verið 38 prósent en hlutfall Bandaríkjadals var 12%. „Seðlabankinn er að reyna að halda gengisstöðugleika og á meðan langstærsti hluti utanríkisviðskipta okkar er í evrum, þá skiptir evran langmestu máli í gengisvísitölunni,“ segir Regína. Þess vegna sé kapp lagt á að halda gengi krónu stöðugu gagnvart evrunni. „Það er verið að lækka hagvaxtarspár í Evrópu á meðan miklu meiri kraftur er í bandaríska hagkerfinu og það er að endurspeglast í genginu þar á milli,“ segir Regína. Hækkun dollara gæti haft áhrif á verð ákveðinna vara sem fluttar eru hingað inn. Ýmsar dagvörur sem seldar eru hér eru keyptar í Bandaríkjadölum og hugsanlegt að neytendur muni finna fyrir hækkuninni. „Við kaupum slatta af vörum, morgunkorn og snakk, örbylgjupopp, ananas, rúsínur. Þannig að við erum svolítið stór dollaraheildsala. En morgunkornið vegur þyngst,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sölustjóri hjá heildversluninni Nathan & Olsen. Fleiri heildverslanir kaupa inn í dollurum, svo sem Innnes og Aðföng. Þorsteinn segist vissulega finna fyrir styrkingu dollarans. „Heldur betur, hann hefur hækkað úr 111-12 frá miðju síðasta ári og upp í 130 rúmlega. Ég held að við höfum framkvæmt eina hækkun, um 4-5 prósent. Við erum að vakta og skoða og reyna að halda í okkur eins og hægt er. En það segir sig sjálft að það er ekki hægt endalaust,“ segir Þorsteinn.fréttablaðið/arnþór
Mest lesið Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira