Erlent

Bandaríkjamenn stoppa njósnastarfsemi sína í Osló

Bandarísk stjórnvöld hafa fullvissað Jonas Gahr Störe utanríkisráðherra Noregs um að njósnastarfsemi þeirra í Osló hafi verið stöðvuð.

Þetta njósnamál hefur verið forsíðuefni norskra fjölmiðla í tvo daga eða frá því að sjónvarpsstöðin TV2 greindi frá því í vikunni. Njósnahópur 15 til 20 manna hefur njósnað reglubunduið 24 tíma á sólarhring um hundruðir Norðmanna í Osló.

Hópurinn hafði aðsetur á leynilegum skrifstofum í byggingu við hlið bandaríska sendiráðsins og öllum upplýsingum sem hópurinn aflaði var komið í hendur öryggisdeildar sendiráðsins.

Það sem einkum hefur farið fyrir brjóstið á Norðmönnum er að stór hluti njósnahópsins voru landar þeirra og þá einkum fyrrum lögreglumenn og starfsmenn norska varnarmálaráðuneytisins.

Þá hefur komið fram að norska lögreglan vissi af starfsemi njósnahópsins og þurfti raunar nokkrum sinnum að minna hópinn á að aðeins lögreglan hefði lögregluvald í Noregi.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×