Erlent

Bandaríkin styðja sameinaða Úkraínu

Samúel Karl Ólason skrifar
Joe Biden varaforseti Bandaríkjanna og Arseniy Yatsenyuk settur forsætisráðherra Úkraínu
Joe Biden varaforseti Bandaríkjanna og Arseniy Yatsenyuk settur forsætisráðherra Úkraínu Vísir/AP
Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, segir að stjórnvöld í Rússlandi ættu að taka til aðgerða til að draga úr spennu í austurhluta Úkraínu, í stað þess að eingöngu tala. Þá segir hann að Bandaríkin styddu sameinaða Úkraínu.

Þessi orð lét varaforsetinn falla á blaðamannafundi með Arseniy Yatsenyuk, settum forsætisráðherra Úkraínu, í Kænugarði í morgun.

Biden sagði Bandaríkin ekki viðurkenna innlimun Krímskaga í Rússland og sagði málið ekki snúa að stjórnmálum. Heldur sneri það að sjálfstæði og samheldni.

„Við höfum hlustað mikið á rússneska embættismenn síðustu daga, en nú er kominn tími til að þeir hætti að tala og framkvæmi. Samkvæmt skuldbindingum sínum,“ sagði Biden.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×