Banaslysið í Silfru: öndunargríman losnaði SB skrifar 20. júní 2010 12:11 Lögregla á slysstað í gær. Kafarar eru ósáttir við yfirlýsingar lögreglunnar í Árnessýslu í gær vegna banaslyssins í Silfru. Lögreglan sagði í gær að svo liti út fyrir að bilun hefði orðið í köfunarbúnaði. Vísir hefur rædd við kafara sem voru á slysstað í gær. Franski kafarinn lést þegar hann reyndi að bjarga unnustu sinni sem sat föst í helli á níu metra dýpi í gjánni. Tobias Klose rekur fyrirtækið Dive. Hann var á Þingvöllum í gær ásamt syni sínum. Hann segir rétt að köfunarbúnaðurinn hafi verið frá honum en ekki líti út fyrir að búnaðurinn hafi bilað. "Ég kom þarna að og hjálpaði við björgunaraðgerðir," segir Tobias sem finnst yfirlýsingar lögreglunnar bera vitni um fljótfærnishátt. Vísir ræddi við Ómar Hafliðason atvinnukafari, sem er faðir starfsmanns Exist sem skipulagði köfunarferð franska parsins og var með þeim þegar stúlkan festi sig. Hann segir stúlkuna hafa verið með varalunga hangandi á sér sem hafi klemmst milli steina í helli á um níu metra dýpi. "Þeir reyna að bjarga henni en hún berst um," segir Ómar en sonur hans skaust upp á yfirborðið eftir hjálp. "Það var fullt af köfurum þarna í kring og hann biður um aðstoð auk þess að hringja íneyðarlínuna. Þegar hann kemur aftur niður er konan orðin máttlítil og honum tekst að losa hana. Maðurinn hennar var fyrir aftan hana en þegar konan syndir upp á yfirborðið er maðurinn horfinn." Sonur Ómars leitaði að manninum en mikið ryk hafði þyrlast upp og skyggni var orðið slæmt. Að lokum finnur hann manninn á rúmlega þrjátíu metra dýpi og hafði þá lunga hans og öndunargríma losnað - trúlega í átökunum við að bjarga konunni. "Það var loft á kútnum hans en öndunarbúnaðurinn var laus," segir Ómar sem líkt og Tobias finnst lögregluna hafa verið fljót á sér að ýja að því í gærkvöldi að bilun hafi orðið í köfunarbúnaði. Þarna sé um mannlegan harmleik að ræða og málið muni að sjálfsögðu verða rannsakað í þaula. Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Kafarar eru ósáttir við yfirlýsingar lögreglunnar í Árnessýslu í gær vegna banaslyssins í Silfru. Lögreglan sagði í gær að svo liti út fyrir að bilun hefði orðið í köfunarbúnaði. Vísir hefur rædd við kafara sem voru á slysstað í gær. Franski kafarinn lést þegar hann reyndi að bjarga unnustu sinni sem sat föst í helli á níu metra dýpi í gjánni. Tobias Klose rekur fyrirtækið Dive. Hann var á Þingvöllum í gær ásamt syni sínum. Hann segir rétt að köfunarbúnaðurinn hafi verið frá honum en ekki líti út fyrir að búnaðurinn hafi bilað. "Ég kom þarna að og hjálpaði við björgunaraðgerðir," segir Tobias sem finnst yfirlýsingar lögreglunnar bera vitni um fljótfærnishátt. Vísir ræddi við Ómar Hafliðason atvinnukafari, sem er faðir starfsmanns Exist sem skipulagði köfunarferð franska parsins og var með þeim þegar stúlkan festi sig. Hann segir stúlkuna hafa verið með varalunga hangandi á sér sem hafi klemmst milli steina í helli á um níu metra dýpi. "Þeir reyna að bjarga henni en hún berst um," segir Ómar en sonur hans skaust upp á yfirborðið eftir hjálp. "Það var fullt af köfurum þarna í kring og hann biður um aðstoð auk þess að hringja íneyðarlínuna. Þegar hann kemur aftur niður er konan orðin máttlítil og honum tekst að losa hana. Maðurinn hennar var fyrir aftan hana en þegar konan syndir upp á yfirborðið er maðurinn horfinn." Sonur Ómars leitaði að manninum en mikið ryk hafði þyrlast upp og skyggni var orðið slæmt. Að lokum finnur hann manninn á rúmlega þrjátíu metra dýpi og hafði þá lunga hans og öndunargríma losnað - trúlega í átökunum við að bjarga konunni. "Það var loft á kútnum hans en öndunarbúnaðurinn var laus," segir Ómar sem líkt og Tobias finnst lögregluna hafa verið fljót á sér að ýja að því í gærkvöldi að bilun hafi orðið í köfunarbúnaði. Þarna sé um mannlegan harmleik að ræða og málið muni að sjálfsögðu verða rannsakað í þaula.
Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira