Innlent

Banaslys á Biskupstungnabraut

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Vísir
Karlmaður lést þegar bíll með sex manns valt út af Biskupstungnabraut undir Ingólfsfjalli austanverðu um klukkan hálf níu í gærkvöld. Mikil hálka var á veginum og kastaðist maðurinn úr bílnum við veltuna og lenti undir honum. Annar er alvarlega slasaður en meiðsl hinna farþeganna eru talin minniháttar.

Lögreglu og sjúkraflutningamenn frá Hvolsvelli og Reykjavík komu til aðstoðar á vettvangi auk slökkviliðsmanna frá Brunavörnum Árnessýslu og var veginum lokað á meðan þeir voru við störf á vettvangi.

Slysið var á Biskupstungnabraut vestan við Sogið.Mynd/Loftmyndir.is

Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×