Innlent

Bætist í hóp bankafólks í fangelsum

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Magnús Arnar Arngrímsson er í gráum jakka á þessari mynd úr Héraðsdómi Reykjavíkur.
Magnús Arnar Arngrímsson er í gráum jakka á þessari mynd úr Héraðsdómi Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Magnús Arnar Arngrímsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis banka, er byrjaður að afplána dóm sinn og mætti í fangelsið á Akureyri síðastliðinn sunnudag.

Magnús er áttundi fanginn sem afplánar dóm vegna efnahagsbrota í kjölfar rannsókna sérstaks saksóknara. Hann hlaut tveggja ára fangelsisdóm fyrir aðild  að BK-44 málinu svokallaða.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fer vel á með Magnúsi og öðrum föngum sem afplána á Akureyri.

Magnús, ásamt Birki Kristinssyni, fyrrverandi viðskiptastjóra hjá Glitni, Elmari Svavarssyni, fyrrverandi verðbréfamiðlara, og Jóhannesi Baldurssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra markaðsviðskipta, var sakfelldur fyrir umboðssvik í Hæstarétti í desember í fyrra í tengslum við 3,8 milljarða króna lánveitingu Glitnis til félagsins BK-44 í nóvember 2007.

Birkir og Elmar voru dæmdir í fjögurra ára fangelsi. Þá hlaut Jóhannes þriggja ára dóm. Þeir hafa nú allir hafið afplánun.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 13. júlí 2016




Fleiri fréttir

Sjá meira


×