Erlent

Bæði Clinton og Sanders myndu hafa betur gegn Trump

Atli Ísleifsson skrifar
Marco Rubio, Ted Cruz, Bernie Sanders, Donald Trump og Hillary Clinton.
Marco Rubio, Ted Cruz, Bernie Sanders, Donald Trump og Hillary Clinton. Vísir/AFP
Demókratarnir Hillary Clinton og Bernie Sanders myndu auðveldlega hafa betur gegn Repúblikananum Donald Trump í bandarísku forsetakosningunum samkvæmt nýrri könnun CNN og ORC.

CNN greinir frá því að Clinton, sem þykir líklegust til að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins, myndi eiga í meiri vandræðum með að ná sigri, stæði hún frammi fyrir Marco Rubio eða Ted Cruz sem frambjóðenda Repúblikanaflokksins.

Clinton myndi samkvæmt könnuninni hljóta 52 prósent atkvæða gegn 44 prósent Trump. Stæði Clinton frammi fyrir Rubio fengi Clinton 47 prósent fylgi en Rubio 50 prósent. Cruz fengi 48 prósent atkvæða gegn 47 prósent Clinton myndu þau etja kappi í kosningunum sem fram fara í nóvember.

Samkvæmt könnuninni myndi Sanders hafa betur í einvígi gegn Trump, Rubio og Cruz. Sanders hlyti 57 prósent atkvæða gegn 40 prósent Cruz, 55 prósent gegn 43 prósent Trump og 53 prósent gegn 45 prósent Rubio.


Tengdar fréttir

Stærsti dagur kosningabaráttunnar

Í Bandaríkjunum er í dag hinn svonefndi "ofurþriðjudagur”, en þann dag efna bæði repúblikanar og demókratar til forkosninga í samtals fjórtán af fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×