Enski boltinn

Bað drottninguna um miða á bikarúrslitaleikinn og fékk svar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Drottningin var ánægð með bréfið.
Drottningin var ánægð með bréfið. mynd/independent
Charlie Pearce, stuðningsmaður Arsenal í ensku úrvalsdeildinni, þráir fátt meira en að komast á bikarúrslitaleik liðsins gegn Aston Villa sem fram fer á Wembley-leikvanginum 30. maí.

Charlie náði ekki að kaupa sér miða þannig hann fór áhugaverða leið til að redda sér tveimur slíkum.

Hann sendi Englandsdrottningu bréf og spurði hvort hún gæti reddað sér miða á völlinn. Ótrúlegt en satt fékk hann svar, en frá þessu greinir The Independent.

„Kæri Charlie, drottningin bað mig um að þakka þér fyrir bréfið,“ stóð í svarbréfinu frá Buckingham-höll, en undir það skrifar fjölmiðlafullrúi drottningarinnar.

„Því miður er þetta ekki málefni sem varðar drottninguna þannig hún getur ekki hjálpað þér. Það hryggir mig að þurfa að senda þér svona svekkjandi bréf,“ bætti hann við.

Charlie var þó þakkað fyrir bréfið og vonast drottningin til að hann og vinur hans, Leo, komist á völlinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×