Auroracoin dreift til allra Íslendinga Samúel Karl Ólason skrifar 6. febrúar 2014 16:35 Mynd/Auroracoin.org Allir Íslendingar munu fá gefins hluta nýju rafmyntarinnar Auroracoin, þann 25. mars. Um 330.000 Íslendingar mun fá 31,8 AUR, eins og myntin er skammstöfuð, á mann. Á heimasíðu Auroracoin segir að myntin geti nýst sem leið til að komast undan gjaldeyrishöftunum og íslensku krónunni og gengisfellingu hennar. Undir pistil á heimasíðu myntarinnar skrifar Baldur Friggjar Odinsson, sem er vísun í norræna goðafræði. Vísir var í tölvupóstsamskiptum við Baldur sem ekki vill koma fram undir nafni. Baldur segir Auroracoin vera mjög líkt Bitcoin, enda keyri myntirnar á mjög svipuðu kerfi, sem þó eru aðskilin. Myntin er byggð á Litecoin, sem er svo byggð á Bitcoin. „Þessi kerfi hafa það sameiginlegt að þau eru hönnuð til að varðbveita og viðhalda færsluskjali yfir allar mynteiningar og allar færslur í kerfinu. Þetta færsluskjal er kallað "blockchain" og er í grunninn aðal tækninýjungin við Bitcoin tæknina.“ Helmingur alls mögulegs peningamagns í kerfinu, sem mestu getur orðið 21 milljón, er í vörslu Baldur þar til hann nær að millifæra myntina til þeirra sem vilja nálgast hana. „Ég mun á næstu vikum kynna kerfið sem mun sjá um að útdeila myntinni. Það mun felast í því að hver og einn íslendingur sannar á sér deili með einföldum hætti og óskar eftir að fá myntina millifærða í sína tölvu.“ „Nú þegar eru um 170 manns að „minea“ myntina, þ.e. þeir keyra í raun kerfið og sjá um færsluhirslu í því. Þessir aðilar skipta á milli sín þeim 25 Auroracoin sem verða til á um það bil 10 mínútna fresti. Eftir c.a. 4 ár lækkar þessi upphæð um helming, og svo aftur um helming að fjórum árum liðnum frá þeim tíma og svo framvegis, þar til öll myntin hefur orðið til einhverntíma langt í framtíðinni,“ segir Baldur. Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Sjá meira
Allir Íslendingar munu fá gefins hluta nýju rafmyntarinnar Auroracoin, þann 25. mars. Um 330.000 Íslendingar mun fá 31,8 AUR, eins og myntin er skammstöfuð, á mann. Á heimasíðu Auroracoin segir að myntin geti nýst sem leið til að komast undan gjaldeyrishöftunum og íslensku krónunni og gengisfellingu hennar. Undir pistil á heimasíðu myntarinnar skrifar Baldur Friggjar Odinsson, sem er vísun í norræna goðafræði. Vísir var í tölvupóstsamskiptum við Baldur sem ekki vill koma fram undir nafni. Baldur segir Auroracoin vera mjög líkt Bitcoin, enda keyri myntirnar á mjög svipuðu kerfi, sem þó eru aðskilin. Myntin er byggð á Litecoin, sem er svo byggð á Bitcoin. „Þessi kerfi hafa það sameiginlegt að þau eru hönnuð til að varðbveita og viðhalda færsluskjali yfir allar mynteiningar og allar færslur í kerfinu. Þetta færsluskjal er kallað "blockchain" og er í grunninn aðal tækninýjungin við Bitcoin tæknina.“ Helmingur alls mögulegs peningamagns í kerfinu, sem mestu getur orðið 21 milljón, er í vörslu Baldur þar til hann nær að millifæra myntina til þeirra sem vilja nálgast hana. „Ég mun á næstu vikum kynna kerfið sem mun sjá um að útdeila myntinni. Það mun felast í því að hver og einn íslendingur sannar á sér deili með einföldum hætti og óskar eftir að fá myntina millifærða í sína tölvu.“ „Nú þegar eru um 170 manns að „minea“ myntina, þ.e. þeir keyra í raun kerfið og sjá um færsluhirslu í því. Þessir aðilar skipta á milli sín þeim 25 Auroracoin sem verða til á um það bil 10 mínútna fresti. Eftir c.a. 4 ár lækkar þessi upphæð um helming, og svo aftur um helming að fjórum árum liðnum frá þeim tíma og svo framvegis, þar til öll myntin hefur orðið til einhverntíma langt í framtíðinni,“ segir Baldur.
Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Sjá meira