Innlent

Aukin leiðni í Múlakvísl og órói í Mýrdalsjökli

Mýrdalsjökull
Mýrdalsjökull Mynd/Landhelgisgæslan
Í gærkvöldi og nótt hefur leiðni aukist í Múlakvísl og Veðurstofan og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa fylgst náið með ástandinu á svæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum.

Rétt fyrir miðnætti í gær, þann 20. júlí, varð vart við óróa í Mýrdalsjökli um leið og leiðni óx hraðar en áður. Samband við vatnshæðamæli við Léreftshöfuð rofnaði í um klukkustund og var í öryggisskyni ákveðið að loka þjóðveginum um Mýrdalssand á meðan ástandið var kannað. Upp úr klukkan 1:00 komst samband aftur á við vatnshæðamæli og var þá talið óhætt að opna veginn aftur að svo stöddu. Áfram verður fylgst með framvindunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×