Erlent

Auka refsiaðgerðir gegn Rússum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Federica Mogherini, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins.
Federica Mogherini, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins.
Utanríkisráðherrar ESB ríkjanna samþykktu í dag að auka refsiaðgerðir gegn Rússum.

Ráðherrarnir funduðu í Brussel í dag og var málefnið til umræðu.

Federica Mogherini, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, sagði á blaðamannafundi í kvöld að sambandið væri reiðubúið til þess að auka enn meira á aðgerðir gegn Rússum.

Einnig var ákveðið að framlengja frystingu á innistæðum um sex mánuði en ráðherrarnir funda á ný þann 9. febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×